Tölvumál - 01.11.1986, Blaðsíða 14
BESTU FYRIRTÆKI í BANDARÍKJUNUM
Tvö bandarísk tíxnarit birta árlega yfirlit eða
lista um stærstu fyrirtæki þar i landi. Tima-
ritið FORTUNE birtir lista um þau 500
framleiðslufyrirtæki, sem hafa mesta veltu.
Þessi listi er velþekktur á meðal manna, sem
fylgjast með viðskiptasiðum blaðanna. Hann gengur
undir nafninu "FORTUNE 500". Þá birtir timaritið
Business Week lista yfir 1000 verðmætustu fyrir-
tæki i Bandarikjunum. Verðmæti fyrirækjanna er
reiknað sem samanlagt söluverð allra hlutabréfa
þeirra.
Fortune 500
Á meðal FORTUNE 500 eru 25 fyrirtæki, sem
framleiða tölvubúnað. Stærst þeirra er að
sjálfsögðu "blái risinn". IBM er i 5 sæti á
listanum og hafði færst upp um eitt sæti frá
árinu áður. í 55 sæti listans er Digital
Equipment. DEC fluttist upp um 10 sæti. í næsta
sæti á eftir Digital kom Honeywell og i 60 sæti
var Hewlett-Packard.
Alls voru 6 tölvufyrirtæki á meðal 100 stærstu
fyrirtækjanna. Rekstrarafkoma þessara stærstu
tölvufyrirtækja er hins vegar betri en staða
þeirra á listanum gefur til kynna.
IBM skilaði mestum rekstrarhagnaði allra fyrir-
tækjanna. Hagnaður IBM var 35% meiri en hagnaður
Exxon, sem kom næst. Hagnaður Hewlett Packard
skipaði fyrirtækinu i 33 sæti og Digital
Equipment var i 38 sæti.
Top 1000
Listi Business Week sýnir nokkuð aðra mynd en
FORTUNE 500 listinn. Eins og fyrr segir
endurspeglar TOP 1000 listi timaritsins mat
þeirra, sem festa fé sitt i hlutabréfum á
14