Tölvumál - 01.11.1986, Blaðsíða 8

Tölvumál - 01.11.1986, Blaðsíða 8
HVAD ER AÐ GERAST í DEILDUM OG HÓPUM? Eins og skýrt var frá í TÖLVUMÁLUM fyrr í haust ákvaö stjórn Skýrslutæknifélagsins að beita sér fyrir stofnun deilda eða hópa með sameiginlega hagsmuni eða sömu áhugamál innan upplýsinga- tækninnar. Markmið félagsins með þessu er að stuðla að aukinni þróun á viðkomandi málefnum og stuðla að frekari kýnnum félagsmanna, sem starfa við upp- lýsingatæknina hjá hinum ýmsu stofnunum og fyrirtækjum innan Skýrslutæknifélagsins. Umræður við félaga, sem starfa við ólík kerfi og málefni eru hafnar og hefur eftirfarandi verið haft i huga i þeim umræðum: 1. Skýrslutæknifélagið mun útvega hópunum húsnæði til fundarhalda, og er þá gert ráð fyrir a.m.k. einum fundi eða umræðum í mánuði i hverjum hópi. 2. Hópurinn er sjálfstæður i starfi sinu, en Skýrslutæknifélagið mun kalla saman fyrsta fund og þar mun verða kosinn forsvarsmaður hópsins, sem tekur að sér stjórn eftir því sem með þarf. Ef hópurinn óskar, mun félagið aðstoða við að safna upplýsingum og fá menn til fundar við hann. 3. Staða félagsmanns hjá Skýrslutæknifélaginu breytist ekkert, þótt hann tilheyri sérstökum hópi innan félagsins. Hann greiðir sama félagsgjald og áður og nýtur allra sömu réttinda. 4. Óskað verður eftir þvi við hvern hóp, að hann skili áliti um sitt umræðuefni, annanhvort á almennum félagsfundi einu sinni á ári eða á aðalfundi félagsins. í næstu tölublöðum TÖLVUMÁLA verður tilkynnt frekar um hvaða hópar séu komnir af stað. -kþ. 8

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.