Tölvumál - 01.11.1986, Blaðsíða 22

Tölvumál - 01.11.1986, Blaðsíða 22
Fleiri dæmi Auk þeirra dæma, sem lýst hetur verið hér að framan má telja upp mörg fleiri. Til dæmis um svið þar sem möguleikar upplý-singatækninnar virðast vera góðir má nefna bankastarfsemi og fjármálastarfsemi. Eitt af þeim upplýsinga- kerfum, sem er best þekkt á þvi sviði er Cash Management Account kerfi Merill Lynch. í þessu kerfi heldur fyrirtækið utan um innistæður viðskiptamanna sinna og skuldir þeirra. Það dregur saman uppiysingar um ávisanareikninga, sparnaðarreikninga, kreditkortareikninga og ymsar aðrar tegundir reikninga i eigu hvers skjólstæðings. Mánaðarlega er honum sent samandregið yfirlit um stöðu allra reikninganna. Þá flytur kerfið sjálfkrafa fé, sem gefur litinn arð yfir á þá kosti, sem ávaxta það betur. Með þessu kerfi hefur Merill Lynch tekist að ná til fjölmargra aðila, sem fela þeim umsjón með ávöxtum fjár síns. Fyrirtækið annast nú ávöxtun 85 miljarða dollara fyrir viðskiptamenn sina. Af þessum markaði er hlutur þess nú um 70%. Fleiri athyglisverð uppiysingakerfi eru i notkun hjá fjármálafyrirtækjum. Segja má að verðbréfa- og hlutabréfamarkaðurinn í Bandarikjunumn sé nú að miklu leiti tölvustyrður. Menn eru reyndar alls ekki á einu máli um hvort það sé kostur eða ókostur. Þau notkunarsvið, sem drepið hefur verið á i þessari stuttu grein eru langt i frá tæmandi. Undanfarin misseri hefur öðru hverju mátt lesa greinar um dæmi svipuð þessum i blöðum, sem fjalla um viðskipti og upplýsingatækni. Áhugamönnum um tölvumál og uppiysingatækni er bent á að fylgjast vel með þessari þróun þvi sennilega er hér að finna dæmi um þau fyrirtæki, sem tekið hafa skrefið inn i uppiysingatæknina að fullu. Eins og menn eru þegar orðnir sér meðvitaðir um eru "tölvukaup" ekki lengur lausnarorðið, heldur rétt notkun uppiysinga. -si. 22

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.