Tölvumál - 01.11.1986, Blaðsíða 12

Tölvumál - 01.11.1986, Blaðsíða 12
Pegasus hf. hefur nú hafið sölu á mjög athyglis- verðum búnaði, sem hefur ekki verið i boði hér á landi fyrr, enda tæknin ny i Evrópu. Með lausn, sem samanstendur af hugbúnaði annars vegar og vélbúnaði hins vegar, er nú hægt að tengjast telexnetinu hér heima eins og um venjulegt telex- tæki væri að ræða og þannig nýta möguleika tölvunnar. Kerfið er nú fáanlegt fyrir IBM S/34, S/36, S/38, S/43, HP 3000 og allar IBM samhæfðar PC-vélar. Hagkvæmni Þótt telexsendingar séu ekki nema nokkrar á dag tryggir notkun þessa kerfis aukna hagkvæmi. Grunnaðgerðirnar einar sér i þessu kerfi tryggja þessa hagkvæmni, að ekki sé talað um timasparn- aðinn, sem felst i notkun annarra aðgerða. Nytsemi Kerfið býður upp á að skeyti sé lyklað inn á skjástöð og leiðrétt áður en það er sent af stað. í minni tölvunnar er hægt að geyma allt að 99 staðlaða texta, sem eru notaðir oft, t.d. texta í pöntunarstaðfestingum, i pöntunum og viðar. Sömuleiðis er auðvelt að semja breytingar og viðbætur við stöðluðu textana. Skammval telexnúmera er þannig vaxið að með notkun einnar til fjögurra talna og/eða bókstafa má ná til fastra viðskiptavina. Auk þess sem auðveldara er að muna þessar tölur, eru minni líkur á villum. Sá sem ætlar að senda telex, getur fyrirfram timasett sendinguna, ef til vill til þess að nýta sér landfræðilegan timamismun, timabundin sendingargjöld og álagseyður útstöðva. Aðgengilegt Þar sem allar útstöðvar S/kerfis eða allt að 8 PC-tölvur geta tekið á sig hlutverk telextækis, næst hagkvæmari og sveigjanlegri telexnotkun. Á hverri stöð er hægt að semja, senda og móttaka telex. Árangurinn er styttri biðtími og skjótari afgreiðsla skeytasendinga. 12

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.