Tölvumál - 01.11.1986, Blaðsíða 11

Tölvumál - 01.11.1986, Blaðsíða 11
TELEXBYLTING Wl^crrc i(Jm S2 5t Telex var gjörbylting á sínum tíma. Það þótti tiðindum sæta að geta sent upplýsingar um langar vegalengdir, yfir heilar heimsálfur og til fjar- lægra staða á skjótan og umfram allt öruggan hátt. Það er sömuleiðis athyglisvert að telex skuli enn eiga hlutverki að gegna, enda þótt upplýsingamiðlun sé að mestu leyti orðin tölvu- vædd á okkar tímum. Staðreyndin er hins vegar sú að i dag tengjast telexnetinu tæplega 2 milljónir notenda i rúmlega 200 löndum og fer enn fjölgandi. Benda allar spár til þess að telexnotendum fjölgi á næstu árum. Mörgum fyrirtækjum, ef ekki flestum er i dag kleift að taka á móti og senda telex. Tæknin er einföld i notkun og mörgum kunn. En einnig telex hefur haft sína ókosti og hingað til hefur ekki verið hægt að sameina kosti tölvunnar og telexins. 11

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.