Tölvumál - 01.11.1986, Blaðsíða 6
FÉLAGSMÁL
Föstudaginn 5. desember höldum við hálfsdags
ráðstefnu um málefni, sem mikill og sivaxandi
áhugi er á. TÖLVUNET fyrir stórar og litlar
tölvur eru óðum að komast i notkun hér á landi.
Um þetta efni var reyndar fjallað á námstefnu i
fyrra, sem Háskólinn og Skyrslutæknifélagið
boðuðu til i samvinnu við NORDUNET. Sú umfjöllum
var einkum fræðileg og var kappkostað að fá góða
sérfræðinga til hennar sem framsögumenn. Hún
tókst afar vel.
í þetta sinn er tilgangurinn að kynna mönnum
tæknilega möguleika og einnig reynslu notenda hér
á landi. Ráðstefnan er ætluð öllum áhugamönnum
um tölvunet og gagnaskipti og verður fjallað um
net fyrir stærri gerðir tölva og net fyrir hinar
minni. Aftur njótum við samvinnu við Háskólamenn.
Páll Jensson, forstöðumaður Reiknistofnunar
Háskólans hefur haft umsjón með faglegum undir-
búningi og skipulagningu.
Eins og dagskrá ráðstefnunnar ber með sér verða
fyrst tvær dagskrár samtimis og siðan sameigin-
legar lokaumræður. Annars vegar er fjallað um
"stærri" net, almenn tölvunet, X.25 net Pósts og
Sima, SNA net og DEC net. Hins vegar verður
fjallað um svæðisbundin smátölvunet.
í lok ráðstefnunnar verða veitingar bornar fram
og gefst gestum þá kostur á að ræða þessi mál og
önnur óformlega. Fólki sem hefur áhuga á hinum
óliku sviðum tölvutækninnar gefast fá tækifæri
til að hittast óformlega, skiptast á skoðunum og
kynnast nyjum hugmyndum. Á þessari ráðstefnu er
reynt að blanda saman tæknimálum, frásögn af
reynslu notenda og óformlegum samtölum.
Þátttökugjald fyrir félaga i Skýrslutæknifélaginu
er kr. 1400 og 1800 fyrir aðra. Veitingar eru
innifaldar i verðinu. Vinsamlegast tilkynnið
þátttöku til skrifstofu félagsins i sima 82500,
eigi siðar en mánudaginn 1. desember n.k.
6