Tölvumál - 01.11.1986, Blaðsíða 13
Telexgeymsla
Kerfið hagnýtir gagnagrunnkosti örtölvunnar á
þann hátt að geyma öll innkomin og send skeyti.
í þessu felst að undir venjulegum kringumstæðum
er ekki þörf á hefðbundnum telexskrám. Þess i
stað er einföldum leitarskipunum beitt til að
kalla textann fram á skjá þegar þörf krefur.
Einnig er hægt að prenta skeytið út á alla
tölvuprentara.
Sjálfvirk upphringing
Þegar lokið er við að semja og leiðrétta textann
sér kerfið um upphringinguna. Sé númerið á tali
eða ekki næst samband af öðrum ástæðum, sér
kerfið sjálfvirkt um að reyna aftur þar til
skeytið kemst i gegn.
Rafeindapóstur
Með kerfinu má senda öll skeyti áfram eftir
staðarneti. Að auki má meðhöndla allar innan-
stokkstilkynningar sem rafeindapóst. Með þvi
móti má á skjótan hátt koma skilaboðum til
þeirra, sem hafa aðgang að útstöð.
Fjölsending
Oft þarf að senda mörgum aðilum sama telexritið.
í kerfinu má fyrirfram afmarka hópa með allt að
99 áskrifendum. í stað þess að þurfa að margsenda
sama textann, nægir að gefa upp hópnúmer og
kerfið vinnur sendinguna sjáfvirkt.
Eins og sjá má á ofangreindu er hér um að ræða
byltingarkenndan búnað, sem áreiðanlega á eftir
að spara mörgum telexnotendum mikinn tima, fé og
fyrirhöfn.
Nú þegar hafa fjölmörg fyrirtæki nýtt sér þessa
tækni og má þar nefna t.d. ferðaskrifstofur,
heildverslanir, skipaafgreiðslur og bifreiða-
umboð. -uey.
13