Tölvumál - 01.11.1986, Blaðsíða 5

Tölvumál - 01.11.1986, Blaðsíða 5
meiði við það sjónarmið að fjárhagslegur ávinn- ingur af tölvuvæðingunni sé litill sem enginn. TÖLVUMÁL biða þess að fá tækifæri til að birta sjónarmið þessara manna og kynna þá hlið mála sem að þeim snýr. Vissulega eru til dæmi um snjallar lausnir á vandamálum þar sem tölvunotkun hefur verið beitt. í þessu blaði er til dæmis sagt frá nokkrum kunnum erlendum tölvukerfum, sem skila eigendum sinum góðum afrakstri. Þau eiga það reyndar sameiginlegt að mega frekar teljast upplýsinga- kerfi en tölvukerfi. Segja má að þau séu verðugir fulltrúar nýrra sjónarmiða i hönnun upplýsingakerfa þar sem allt snýst um vitneskju þá er kerfin varðveita, en tölvuforritin sjálf eru i raun aukaatriði. Þau fyrirtæki, sem eiga og reka þessi kerfi telja upplýsingamálin of mikilvæg til að fela þau i umsjá tölvumannanna. óneitanlega væri fróðlegt fyrir lesendur TÖLVUMÁLA að fá tækifæri til að kynnast þeim skoðunum sem fremstu tölvumenn okkar hafa á þvi, sem þeir telja mestu máli skipta nú. Ekki væri síður áhugavert að kynnast hugmyndum þeirra stjórnenda, sem standa fremst i notkun upplýsingatækni hér á landi. Vonandi gefst mönnum timi til að lita af tölvuskjánum, leggja frá sér söluáætlanirnar eða ýta til hliðar greiðsluáætlunum með sjö stafa upphæðum á töluliðunum og miðla þeim áttahundruð félögum, sem fá TÖLVUMÁL i hendur mánaðarlega, af reynslu sinni. Menn þurfa alls ekki að vera hræddir um að ritnefnd TÖLVUMÁLA hnýti athugasemdum við greinar, sem hún er ekki sammála. Stefán Ingólfsson 5

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.