Tölvumál - 01.10.1988, Blaðsíða 4

Tölvumál - 01.10.1988, Blaðsíða 4
FJÁRFEST í ÞEKKINGU Þjóðir sem verið hafa að hasla sér völl á sviði nýjustu tækni hafa eytt miklu fjármagni í að efla þekkingu og hæfni landsmanna. Auður hverrar þjóðar felst að mestu í fólkinu sjálfu. Hæfni þess, þekking, dugnaður og starfsþjálfun skiptir sköpum um hvernig henni farnast í hátækni- framleiðslu nútímans. Þetta á ekki síst við um okkur íslendinga. Fámenn þjóð sem býr í harðbýlu landi á framtíð sína undir dugnaði og framsýni þegnanna. Það fer eftir stjórnarfari, menningu og sögu hverrar þjóðar hvernig hún hagar menntunarmálum sínum. Flestar þjóðir hafa lagt höfuðáherslu á að auka háskólamenntun. Víða um lönd er einnig lögð mikil áhersla á gildi endurmenntunar. í sumum grannlöndum okkar hafa verið skipulagðar námsbrautir í endurmenntun sem gera fólki kleift að ljúka námsáföngum án þess að þurfa að taka frí frá vinnu og setjast að nýju á skólabekk. Flest fyrirtæki sem einhvers mega sín leggja mikla áherslu á að mennta starfsmenn sína. Japönsk fyrirtæki standa sennilega einna fremst hvað það varðar. Hver þjóð hefur valið þá leið til að auka þekkingu sína sem henni hefur litist vænlegust til árangurs. Þessi mál eru enn í mótun hér á landi. Við íslendingar eigum enn eftir að finna þær leiðir sem henta best okkar atvinnulífi og menningu. Við mótun menntunarstefnu eigum við að læra af reynslu annarra þjóða. íslensk fyrirtæki eru flest lítil og fjárvana. Það á ekki síður við um tölvufyrirtæki en önnur. Þau eru illa í stakk búin til að byggja upp eigin menntunaráætlanir hliðstætt því sem stór erlend fyrirtæki hafa gert. í upplýsingatækni eru þó mörg fyrirtæki sem standa vel að endurmenntun starfsmanna sinna. Stærstu fyrirtækin sem flytja inn tölubúnað kosta öll miklu til endurmenntunar og starfsþjálfunar. Sama máli gegnir um stóru opinberu töluvumiðstöðvarnar. Minni fyrir- tækjum eru hins vegar þrengri skorður settar. Verktakar í hugbúnaðar- framleiðslu eru illa staddir hvað möguleika á eftirmenntun varðar. Þeir verða flestir að selja þjónustu sína á svo lágum töxtum að tekjurnar gera lítið betur en duga fyrir helstu kostnaðarliðum. Sum fyrirtæki eru vel sett en flest eru þau lítil og fjárvana. Mörg tölvufyrirtæki verða að hafa sig öll við til að lifa af þrengingar eins og þær sem þau þurfa nú að þola. Ef til vill getum við lært meira af reynslu Austur Evrópuríkja en margan grunar. Þá aðallega því sem miður hefur farið. Sum af ríkjum Austur Evrópu státa af því að þau útskrifi fleiri stúdenta en þekkist í öðrum heimshlutum og háskólamenntun er óvíða algengari. Fræðileg 4 TÖLVUMÁL

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.