Tölvumál - 01.10.1988, Blaðsíða 11

Tölvumál - 01.10.1988, Blaðsíða 11
skemmtileg. M.a. var rætt við fulltrúa BYTE, PC Tech Journal, PC Week, Communications of the ACM og Government Computer News. Flest blöðin birtu að minnsta kosti fréttatilkynningu um þýðandann og fékk ég nokkrar upphringingar í kjölfarið frá blaðamönnum sem voru að skrifa greinar um Ada. Við kynntumst ýmsum hliðum þess að selja vöru erlendis, þar á meðal lögfræðilegu hliðinni, en þegar til kom reyndust til önnur fyrirtæki með nafnið Artek í Bandaríkjunum. Lögfræðingum okkar í New York, sem sakir velvildar í garð íslendinga taka aðeins um 5000 kr. á tímann, helming af því sem venjulega tíðkast, tókst með klækjum að afstýra því að við yrðum að skipta um nafn á fyrirtækinu. í þessu fyrsta áhlaupi okkar á markaðinn lærðum við tvennt. í fyrsta lagi komumst við að því, að til þess að standa sjálfir að sölunni, hefðum við þurft mun meira fjármagn en við höfðum. Það kom til dæmis í ljós, að til þess að stunda öfluga sölumennsku urðum við að hafa okkar menn á staðnum í Bandaríkjunum. Rekstur útibús er óhemju fjárfrekur, enda aðföng fyrirtækja afar dýr þar vestra. Gildi þess að vera sjálfur á staðnum og þekkja aðstæður sést af því, að umboðsmenn Artek í ýmsum löndum náðu hlutfallslega betri árangri en við náðum sjálfir í Bandaríkjunum, þrátt fyrir að við kostuðum nær engu til markaðssetn- ingar utan Bandaríkjanna. í öðru lagi höfðum við metið stöðuna svo, að það væri betra fyrir okkur að byrja strax að selja litla útgáfu af þýðandanum. Fullbúin útgáfa hans myndi svo fylgja í kjölfarið. Þar sem fáir eða engir sam- bærilegir þýðendur voru fyrir á markaðnum, töldum við, að smærri útgáfan yrði keypt fremur en engin. Þetta reyndist þegar upp var staðið ekki rétt mat. Stór hluti markaðarins vildi aðeins kaupa fullbúinn Ada-þýðanda, og var nægilega tortrygginn til að láta sér ekki nægja smækkaða útgáfu með loforðum um stækkun síðar meir. Staðan endurmetin Þegar ár var liðið frá því að við birtum fyrstu auglýsinguna í BYTE, endurmátum við stöðuna og ákváðum að kanna aðrar leiðir til þess að koma þýðandanum á markað. í ljósi reynslunnar sýndist okkur væn- legast að starfa með bandarísku fyrirtæki sem hefði fjármagn og þekk- ingu til að standa að markaðssetningunni, meðan við sæjum um tæknilega hlið mála. Því skrifuðum við fjórum þekktum hugbúnaðarfyrirtækjum bréf, þar sem leitað var hófanna um samstarf, og létum eintak af vörunni fylgja. 11 TÖLVUMAL

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.