Tölvumál - 01.10.1988, Blaðsíða 15

Tölvumál - 01.10.1988, Blaðsíða 15
eiga tölvukerfi þurfa einnig að þjálfast í notkun þeirra. Eftir að þeir hafa náð valdi á kerfunum þurfa þeir enn nokkurn tíma til að ná upp fullum afköstum. Þennan kostnað verður að reikna til stofnkostnaðar við tölvuvæðinguna. Starfshættir breytast Dagleg vinnubrögð þeirra sem nota tölvukerfin breytast. Það kallar oft á að breyta þurfi starfsaðstöðu fólks. Breyta þarf innréttingu húsnæðis. Kaupa verður ný húsgögn og tæki. Ákveðnir atvinnusjúkdómar eru algengir á meðal fólks, sem vinnur lengi við tölvuskjái. Þá má oft rekja til lélegra húsgagna og slæmrar vinnuaðstöðu. Til þess að koma í veg fyrir atvinnusjúkdóma þarf að skapa starfsfólkinu þá aðstöðu sem störfin krefjast. Því fylgir ákveðinn kostnaður. Oft er gert átak til að skoða niður í kjölinn þau verkefni, sem til stendur að tölvuvæða. Það er kallað að gera úttekt á verkinu. Sá kostnaður, sem fylgir út- tektinni, er ekki alltaf innifalinn í hugbúnaðarkostnaði fyrirtækis eða stofnunar, sem tölvuvæðist. Þetta á sérstaklega við um þau verkefni, sem leyst eru með sérhönnuðum hugbúnaði. Húsgögn Gömul húsgögn þarf að taka úr notkun og fá í þeirra stað önnur ný, sem hönnuð eru með tilliti til tölvunotkunar. Fólk, sem situr lengi fyrir framan tölvuskjái, þarf á góðum stólum að halda. Af þeim sökum er algengt að skipta þurfi um stóla hjá þeim starfsmönnum, sem mest nota tölvuskjáina. Einnig má nefna afgreiðsluborð. Á nýjum borðum þarf að vera unnt að koma fyrir skjám og prenturum. Sama máli gegnir um venjuleg skrifborð. Á mörgum gömlum skrifborðum er ekki unnt að hafa tölvuskjá og lykilborð. Tölvuskjái, sem unnið er reglulega við, þarf að hafa á sérstökum vinnuborðum. Þau eru af ýmsum gerðum og í mörgum verðflokkum. Menn hafa oft reynt að nota venjuleg skrifborð, sem hafa verið fyrir hendi áður en til tölvuvæðingar kom. Reynslan sýnir að þegar skjáir eru mikið notaðir býður það upp á vöðvabólgu og aðra atvinnusjúkdóma að bæta ekki vinnuaðstöðu starfsfólksins. Innréttingar og lagnir Tölvuvinnsla krefst þess að sköpuð sé aðstaða á vinnustað fyrir það fólk, sem á að nota tölvurnar, og að tækjunum sjálfum sé komið fyrir í samræmi við kröfur. Meðal annars þarf að leggja rafleiðslur á milli tækja. Skjáir, prentarar og önnur tæki tengjast miðstöð tölvu með köplum. Þá þarf oftast að gera einhverjar breytingar á húsnæði því 15 TÖLVUMAL

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.