Tölvumál - 01.10.1988, Blaðsíða 8

Tölvumál - 01.10.1988, Blaðsíða 8
ERINDI ÓSKAST "CALL FOR PAPERS" fyrir NordDATA 89 hefur borist skrifstofu Skýrslutækni- félagsins og nú þegar hefur verið sent eintak til flestra fyrirtækja og stofnana í félaginu. NordDATA er stærsta árlega tölvuráðstefnan sem haldin er á Norðurlöndum. Að henni standa aðildarfélög Nordisk DATAunion. Þetta er í 21. sinn sem slík ráð- stefna er haldin og nú er enn einu sinni komið að Dönum. Verður hún haldin í Kaupmannahöfn, dagana 19. - 22. júní 1989. Á hverju ári eru valin nokkur erindi sem keppa um verðlaun. Sérstök dómnefnd metur þau og velur úr þrjú til fjögur sem best þykja. Tvisvar sinnum hafa íslendingar hlotið slík verðlaun. Það er full ástæða til að hvetja íslendinga til að nota þau tækifæri sem þessi langstærsta tölvuráðstefna á Norðurlöndum býður. Þetta er tilvalinn vettvangur til að koma bví á framfæri. sem verið er að gera í tölvumálum hér á landi. NordDATA Þeir sem ekki hafa fengið ofangreindan bækling en hefðu áhuga á að kynna sér hann, eru beðnir að hafa samband við skrifstofu Skýrslu- tæknifélagins í síma 27577 hið fyrsta, þar sem fyrstu upplýsingar um fyrirlestra þarf að senda dagskrárnefnd NordDATA 89 fyrir 15. nóvember n.k. Nánari upplýsingar má einnig fá hjá Hirti Hjartar, Eimskipafélagi íslands, en hann er fulltrúi Skýrslutæknifélagins í dagskrárnefnd ráðstefnunnar. -kþ. 8 TÖLVUMÁL

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.