Tölvumál - 01.10.1988, Blaðsíða 19

Tölvumál - 01.10.1988, Blaðsíða 19
aðferð er OSI-líkanið. Nú er ISO að vinna að líkönum fyrir APP (Appli- cation Portability Profile), hugbúnaðargerð (Software development reference model) og tölvugrafík (Reference model of computer graph- ics). Þessi líkön gætu hvert um sig haft svipuð áhrif á sínu sviði og OSI hefur nú á tölvusamskipti. Haltu þig í fjarlægð ef þú þorir Getum við þá setið og beðið eftir að staðlarnir komi upp í hendurnar á okkur? Ekki aldeilis, og allra síst á sviði sem er í jafn örri þróun og upplýsingatæknin er. Ef við látum aðra um að færa okkur staðlana á silfurfati, getum við allt eins hætt að rembast við eigin framleiðslu vél- og hugbúnaðar. Við bíðum bara þangað til við getum keypt tilbúnar lausnir erlendis frá. Þetta væri að sjálfsögðu óðs manns æði. Við íslendingar erum nú svo gáfaðir að við ættum að geta framleitt okkar hugbúnað og að einhverju leyti vélbúnað sjálfir. Þetta krefst þess að við fylgjumst vel með, ekki síst alþjóðlegu stöðlunarstarfi, og tökum virkari þátt í mótun þess. Þegar kosið er um alþjóðleg staðlafrumvörp vegur atkvæði íslands að vísu ekki þungt, en staðallinn getur engu að síður orðið meira eða minna bindandi fyrir okkur. í þeim vinnuhópum sem semja þessi frumvörp er hins vegar auðvelt að koma að réttmætum rökum. Sjónarmið okkar koma ekki fram nema við tökum þátt í starfinu. Það er sjaldgæft að vel unnin frumvörp séu felld, og þær breytingar sem verða frá fyrstu drögum til samþykktar, eru sjaldan mikilvægar tæknilega séð. Það líður oft langur tími frá samningu staðlafrum- varps til útgáfu þess sem staðals. Þennan tíma er hægt að nota til að þróa búnað sem samræmist hinum væntanlega staðli, og hasla sér þannig völl á innlendum sem erlendum markaði. Þeir sem fylgjast vel með staðlaþróuninni fá þannig forskot á vöruþróun. Hvernig förum við að? UT-staðlaráð er samræmingaraðili fyrir stöðlun i upplýsingatækni á íslandi. Þar sitja fulltrúar allra helstu hagsmunaaðila, og ráðið hefur nú fengið starfsmann til að framfylgja ákvörðunum sínum, kynna staðla, ráðleggja varðandi notkun staðla, og gæta hagsmuna okkar í erlendu UT-staðlastarfi. Þetta er hiklaust sá aðili sem fyrirtæki og stofnanir ættu að leita til varðandi UT-stöðlun yfirleitt, og eru þau hér með hvött til þess. 19 TÖLVUMAL

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.