Tölvumál - 01.10.1988, Blaðsíða 6

Tölvumál - 01.10.1988, Blaðsíða 6
HUGBÚNAÐARIÐNAÐUR Á ÍSLANDS STAÐA OG HORFUR Miðvikudaginn 26. október s.l. efndi Skýrslutæknifélagið til ráðstefnu á Hótel Sögu um hugbúnaðariðnað á íslandi, stöðu hans og horfur. I ráðstefnuboði kom fram að íslenskur hugbúnaðariðnaður sé í brenni- depli, ekki síst nú á tímum kreppu og samdráttar. Fræðsla og umræður um stöðu hans, vandamál og tækifæri ætti erindi til allra sem láta sig upplýsingatækni á íslandi einhverju varða. Á ráðstefnunni, sem haldin var í tilefni Norræns tækniárs voru flutt 7 stutt en fræðandi erindi. Lína Guðlaug Atladóttir, viðskiptafræðingur hjá Félagi ísl. iðnrekenda skýrði frá þróun og stöðu menntamála á sviði hugbúnaðar- gerðar. Arni Arnalds, framkvæmdastjóri Verk- og kerfisfræðistofunnar talaði um forsendur fyrir árangri í hugbúnaðariðnaði. Ragnar Pálsson, forstöðumaður Tölvuþjónustu SÍS um hvernig best væri að nálgast bestu hugbúnaðarlausnina. Ómar Kristinsson, IBM, um markaðsfærslu IBM á aðkeyptum hugbúnaði. Vilhjálmur Þorsteinsson hjá íslenskri forritaþróun um reynslu af útflutningi hugbúnaðar. Ingjaldur Hannibals- son, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs um markaðsmöguleika erlendis og Páll Kr. Pálsson, forstjóri Iðntæknistofnunar íslands um rannsóknir og þróunarstörf. Ráðstefnunni voru gerð ítarleg skil á viðskiptasíðu Morgunblaðsins 3. nóv. s.l. Hér verður aðeins drepið stuttlega á nokkur af þeim atriðum, sem fram komu í máli framsögumanna og umræðum: - Of lítil vinna er lögð í kerfisgreiningu, hvort sem þar er um að kenna skilningsleysi notenda/verkkaupa eða fúski fagmannanna. - Verð á íslenskum hugbúnaði er mjög lágt miðað við önnur lönd, og virðast menn í þessum iðnaði hafa vanmetið þann tíma, sem nauðsynlegt er að reikna sér í vöruþróun, markaðssetningu, símenntun o.s.frv. - Hugbúnaðarhúsin eru of lítil og fjárvana til að geta t.d. boðið stærri fyrirtækjum heildarlausnir og unnið traust og tiltrú þeirra. - Markaðssetning hefur verið vanrækt. Orsakirnar virðast m.a. vera hugarfar tæknimanna, sem missa áhugann á verkinu eftir að helstu tæknilegu vandamálin eru yfirstigin. Ennfremur almennt reynsluleysi í harði sölusamkeppni. 6 TÖLVUMÁL

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.