Tölvumál - 01.10.1988, Blaðsíða 10
Við hófumst handa og fórum beint af augum í uppbyggingu fyrirtækis
og markaðssókn. Með öðrum orðum ákváðum við að reyna að kynna og
selja vöruna undir eigin nafni. Við vissum að það yrði dýrara en svo,
að við réðum við það sjálfir, þótt íslensk forritaþróun gengi vel. Þess
vegna leituðum við til eina áhættufjármagnsfyrirtækisins sem við höfðum
heyrt um á íslandi: Frumkvæðis h.f., sem þá var tiltölulega nýstofnað.
Artek h.f.
Samstarf tókst með Frumkvæði h.f. og okkur Erni, þannig að stofnað
var fyrirtækið Artek h.f. um útflutning Ada-þýðandans, sumarið 1985.
Samstarfið hefur alla tíð síðan verið með miklum ágætum, og hafa
Frumkvæðismenn reynst fyrirtækinu og okkur hin mesta stoð og stytta.
Þar sem við höfðum ekki fjárhagslegt bolmagn til að manna eigin skrif-
stofu eða útibú erlendis, var brugðið á það ráð, að semja við bandarískt
afgreiðslufyrirtæki ("fulfillment company") um að það tæki að sér birgða-
hald og afgreiðslu pantana, og sæi um að svara í síma fyrir Artek.
Slík fyrirtæki semja yfirleitt um þóknun fyrir hvert skipti sem tiltekin
þjónusta þeirra er notuð. T.d. greiddum við fyrir hvert sinn sem þeir
svöruðu í símann, hvern pakka sem þeir sendu frá sér og svo framvegis.
Eftir nokkrar umþenkingar var ákveðið að auglýsa vöruna I einu banda-
rísku tímariti, BYTE, en það er í hópi stærstu tölvutímarita. Útbúnar
voru þrjár mismunandi auglýsingar. Birting þeirra, og þar með markaðs-
átak Artek, hófst í febrúar 1986.
Að ráði innlendra og erlendra auglýsinga- og markaðsmanna fengum
við bandarískt almenningstengslafyrirtæki til þess að hjálpa okkur við
að koma vöru okkar á framfæri við blöð og tímarit. Við vorum svo
óheppnir að sá maður, sem fyrirtækið fól að starfa fyrir okkur, reyndist
hin mesta gufa og varð okkur til meira tjóns en gagns. Eftir kvartanir
okkar og fleiri viðskiptavina fékk maðurinn pokann sinn en einn af
yfirmönnum fyrirtækisins tók við af honum. Sá reyndist okkur ágæt-
lega, en ég hygg að fenginni reynslu, að við hefðum getað sparað okkur
fjárútlát og náð sama eða betri árangri á eigin spýtur.
Markaðsátak
í kynningarskyni fórum við "pressuferð" um vesturströnd Bandaríkj-
anna til þess að ræða við blaðamenn, og var það árangursrík ferð og
10 TÖLVUMÁL