Tölvumál - 01.10.1988, Blaðsíða 12
Niðurstaðan varð sú, að jákvætt svar fékkst frá tveimur fyrirtækjum.
Okkur leist mun betur á annað þeirra, Lattice Inc., sem þekkt er af
þýðendum fyrir forritunarmálið C, og hófust þar með langar og strang-
ar samningaviðræður. Þeim lauk ekki fyrr en um ári síðar, í apríl á
þessu ári, er samningur fyrirtækjanna var undirritaður í höfuðstöðvum
Lattice í Lomband í Illinois-fylki.
Samstarf við Lattice Inc.
Lattice-fyrirtækið hefur um 100.000 viðskiptavini og er vel þekkt
meðal forritara. Það er dótturfyrirtæki annars hugbúnaðarfyrirtækis
er nefnist SAS Institute. SAS er meðal 10 stærstu hugbúnaðarfyrir-
tækja í Bandaríkjunum.
Með samningi Artek við Lattice urðu þáttaskil hjá Artek. Lattice sér
að öllu leyti um markaðs- og sölumál, auglýsingar, samningu og prentun
handbóka, þjónustu, fjölföldun, dreifingu, og svo framvegis, enda
verður þýðandinn seldur með Lattice-nafninu. Artek snýr sér algjörlega
að tæknimálum, það er áframhaldandi þróun þýðandans, flutnings hans
yfir á ný stýrikerfi og smíði viðbótarhugbúnaðar. Segja má að Lattice
sé í hlutverki útgefanda, en Artek í hlutverki höfundar. Artek á að
sjálfsögðu þýðandann áfram og getur rift samningnum við Lattice ef
þeir standa sig ekki í stykkinu.
Samningurinn felur eftirfarandi aðalatriði í sér: í fyrsta lagi greiðir
Lattice fastar upphafsgreiðslur í áföngum til Artek. í öðru lagi fær
Artek hlutfall af söluandvirði þýðandans í sinn hlut. í þriðja lagi
eru Artek tryggðar lágmarkstekjur í hverjum mánuði, óháð sölu. Til
viðbótar eru svo ýmsir smærri tekjuliðir fyrir Artek, til dæmis í sam-
bandi við svokallaða OEM-samninga og flutning þýðandans yfir á nýjar
tölvur og stýrikerfi.
Það kemur fram í markaðsáætlunum Lattice, að þeir hyggjast verja
mun hærri fjárhæðum til auglýsinga og kynningar á þýðandanum en
Artek hefði verið fært um að óbreyttu. T.d. er ætlunin að verja upphæð
sem nemur rúmlega öllu stofnhlutafé Artek h.f. í auglýsingar mánaðar-
lega, eftir að þýðandinn kemur á markað undir Lattice nafninu snemma
á næsta ári.
Niðurstaða
Niðurstaða mín eftir þessa reynslu okkar af útflutningi hugbúnaðar er
sú, að ef ætlunin er að selja á stórum markaði, verður annað hvort að
útvega til þess mikið fjármagn eða leita samstarfs við erlend fyrir-
12 TÖLVUMÁL