Tölvumál - 01.10.1988, Blaðsíða 14

Tölvumál - 01.10.1988, Blaðsíða 14
STOFNKOSTNAÐUR VIÐ TÖLVUVÆÐINGU Dr. Oddur Benediktsson prófessor er sagður hafa varpað fram pí-reglunni. Samkvæmt henni mátti margfalda upphaf- legar kostnaðaráætlanir við tölvuvæðingu með pí til að fá raunhœfa niðurstöðu. Pí er 3,14 eins og kunnugt er. Þó að pí-reglan sé ef til vill sett fram meira í gamni en alvöru endurspeglar hún þá staðreynd að mönnum hefur gengið afar illa að áœtla stofnkostnað tölvukerfa með viðunandi nákvœmni. Þó að gerð kostnaðaráœtlana hafi batnað undanfarin ár er enn víða pottur brotinn. Algengt er að kostnaðarliðum sé sleppt við áætlanagerð og aðrir liðir vanáœtlaðir. Það á einkum við um hönnun og uppsetningu hugbúnaðar. í þessari grein er fjallað um nokkra liði sem algengt er áð gleymist að taka tillit til þegar stofnkostnaður upplýsingakerfa er áœtlaður. Kaup á búnaði Stofnkostnaður vegna tölvuvinnslu felst að miklu leyti í kaupum á tölvubúnaði og tölvukerfum. Þennan kostnað tína flestir til að einhverju leyti í áætlunum sínum við tölvuvæðingu. Á hinn bóginn er oft mis- brestur á því að menn sjái fyrir ýmsan annan stofnkostnað, sem fylgir tölvuvæðingu. Sumt af honum má flokka undir fjárfestingu í víðum skilningi þó erfitt geti reynst að bókfæra hana sem slíka. Mörgum hættir til að líta tölvuvæðingu sömu augum og venjuleg tækjakaup. Tölvur og tölvukerfi eru í grundvallaratriðum frábrugðin öðrum tækjum, sem menn nota í rekstri fyrirtækja. Með tölvuvæðingu er tekið fyrsta skrefið í átt til breyttra starfshátta. Sumir forystumenn fyrirtækja og stofnana gera sér þetta ljóst en aðrir ekki. Þjálf unarkostnaður Við tölvuvæðingu þarf starfsfólk, sem á að nota tölvukerfin, að læra nýjar starfsaðferðir. Það krefst þjálfunar. Þjálfun starfsfólks kostar oft umtalsvert fé þegar tölvuvinnsla er tekin upp eða eldri kerfum breytt. Venjulega er ákveðnum starfsmanni falin umsjón með rekstri upplýsinga- kerfis. Hann þarf að þjálfa í notkun tækja og hugbúnaðar. Sú þjálfun tekur stundum nokkra mánuði. Þann tíma er starfsmaðurinn að sjálfsögðu á fullum launum. Jafnvel þó minni tími fari í þjálfunina dregur hún tíma frá öðrum störfum og kostar fé. Almennir starfsmenn sem nota 14 TÖLVUMÁL

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.