Tölvumál - 01.10.1988, Blaðsíða 17

Tölvumál - 01.10.1988, Blaðsíða 17
hvernig hinir ýmsu þættir eru metnir. Tölvusalarnir mæla af þeim sökum með ýmsum ólíkum aðferðum við matið. Þegar mjög ólíkir valkostir eru bornir saman getur það skipt sköpum hvernig staðið er að hag- kvæmnismati. Það er löngu tímabært að aðferðir við að meta stofnkostnað og rekstrarkostnað tölvukerfa séu endurskoðaðar og samræmdar. Það er ekki síst hagsmunamál opinberra aðila og stórra fyrirtækja að beitt sé samræmdum þekktum reglum. Á vegum Fjárlaga og Hagsýslustofnunar hefur verið unnið að því að samræma aðferðir við mat á stofnkostnaði og rekstrarkostnaði upplýsingakerfa. Þær hugleiðingar sem hér hafa verið settar fram byggjast að mestu á úrdrætti úr kafla um mat á stofnkostnaði við upplýsingakerfi í Handbók Ráðgjafanefndar ríkisins um upplýsinga- og tölvumál (RUT), sem nýlega kom út í 1. útgáfu.-si 17 TÖLVUMAL

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.