Tölvumál - 01.10.1988, Blaðsíða 9

Tölvumál - 01.10.1988, Blaðsíða 9
Vilhjálmur Þorsteinsson: REYNSLA AF ÚTFLUTNINGI HUGBÚNAÐAR Vilhjálmur Þorsteinsson flutti eftirfarandi erindi á ráöstefnu um hug- búnaöariönaö á íslandi, stööu hans og horfur, sem haldin var á vegum Skýrslutæknifélagins, 26. október s.l. Erindiö birtist hér meö fyrir- sögnum TÖLVUMÁLA, með góöfúslegu leyfi höfundar. Aðdragandi Sú hugmynd að freista þess að flytja út hugbúnað kviknaði hjá mér og félaga mínum í íslenskri forritaþróun s.f., Erni Karlssyni, snemma árs 1985. Þá höfðum við unnið í tvö ár að smíði og sölu bókhalds- og viðskiptahugbúnaðar fyrir innlendan markað, með góðum árangri, en vorum síður en svo búnir að hlaupa af okkur hornin. Við töldum okkur hafa komið auga á verðugt verkefni, það að smíða þýðanda fyrir forritunarmálið Ada. Þetta verkefni sameinaði að okkar mati tvennt: í fyrsta lagi væri um að ræða nýjan og vænlegan markað, sem við þekktum sæmilega og gætum rutt okkur til rúms á og í öðru lagi væri verkefnið tæknilega krefjandi og skemmtilegt. 9 TOLVUMAL

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.