Tölvumál - 01.10.1988, Page 9

Tölvumál - 01.10.1988, Page 9
Vilhjálmur Þorsteinsson: REYNSLA AF ÚTFLUTNINGI HUGBÚNAÐAR Vilhjálmur Þorsteinsson flutti eftirfarandi erindi á ráöstefnu um hug- búnaöariönaö á íslandi, stööu hans og horfur, sem haldin var á vegum Skýrslutæknifélagins, 26. október s.l. Erindiö birtist hér meö fyrir- sögnum TÖLVUMÁLA, með góöfúslegu leyfi höfundar. Aðdragandi Sú hugmynd að freista þess að flytja út hugbúnað kviknaði hjá mér og félaga mínum í íslenskri forritaþróun s.f., Erni Karlssyni, snemma árs 1985. Þá höfðum við unnið í tvö ár að smíði og sölu bókhalds- og viðskiptahugbúnaðar fyrir innlendan markað, með góðum árangri, en vorum síður en svo búnir að hlaupa af okkur hornin. Við töldum okkur hafa komið auga á verðugt verkefni, það að smíða þýðanda fyrir forritunarmálið Ada. Þetta verkefni sameinaði að okkar mati tvennt: í fyrsta lagi væri um að ræða nýjan og vænlegan markað, sem við þekktum sæmilega og gætum rutt okkur til rúms á og í öðru lagi væri verkefnið tæknilega krefjandi og skemmtilegt. 9 TOLVUMAL

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.