Tölvumál - 01.10.1988, Blaðsíða 21

Tölvumál - 01.10.1988, Blaðsíða 21
UT-STÖÐLUNARVERKEFNI SEM í GANGI ERU Á ÍSLANDI 1. Samhæft táknróf (stafasett) er grundvallarskilyrði fyrir tölvu- samskiptum. 8-bita v-evrópskt táknróf (ISO 8859-1) hefur nú verið til umsagnar, og verður brátt gefið út sem íslenskur staðall (ÍST). Þetta er eini raunhæfi táknrófsstaðallinn fyrir tölvusam- skipti innan V-Evrópu og Ameríku. 2. Lyklaborðið (eða hnappaborðið) leggur grundvöllinn að samskiptum notenda við hin ýmsu kerfi (user interface). Gildandi lyklaborðs- staðall (ÍST 125) er frá árinu 1982. Tillaga að nýjum staðli liggur fyrir, en þarf að útfæra betur. Æskilegt er að unnin verði mismunandi afbrigði fyrir mismunandi notkunarsvið. Auðun Sæmundsson er formaður hnappaborðsnefndar. 3. Samræmi í orðnotkun er skilyrði þess að fólk skilji hvert annað. Á umræddu sviði koma oft upp ný hugtök, og sama orð getur haft mismunandi merkingar hjá framleiðendum. Tölvuorðasafn var síðast gefið út árið 1986, á vegum íslenskrar málnefndar. Við íslendingar, með okkar eigin orð yfir alla hluti, verðum að halda lífinu í þessu starfi. 4. Bráðlega kemur út skýrsla um samhæfingu hugbúnaðar í fisk- vinnslu. Búast má við að upp úr henni verði unnin röð íslenskra staðla. Um er að ræða almennt færslusnið, gagnaflæði frá kerfi A til B og kerfislíkan fyrir fiskvinnslufyrirtæki. Þetta getur e.t.v. orðið grunnurinn að framlagi íslendinga til "Application Portability Profile". 5. Beðið er eftir fjárframlögum til samnorræns verkefnis, EDINOR. Það snýst um viðskipti með aðstoð tölvu, þ.e.a.s. að senda viðskipta- skjöl í gengum snúru í stað pósts. Byggt er á alþjóðastöðlunum ISO 9735 (EDIFACT) og ISO 7372 (TDED), sem leggjast ofan á hið hefðbundna OSI-samskiptalíkan. 6. Ætlunin er að taka upp Evrópustaðla (EN) og gera þá að íslenskum stöðlum innan skamms. Um er að ræða 2 gildandi upplýsinga- tæknistaðla og um 15 frumvörp. Atkvæðagreiðsla um staðlafrumvörp verður auglýst í Lögbirtingablaði. 7. Á ört vaxandi sviði eins og upplýsingatækni er þörf á s.k. for- 21 TÖLVUMAL

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.