Tölvumál - 01.04.1990, Page 5

Tölvumál - 01.04.1990, Page 5
Tölvumál Apríl 1990 Ráðstefnur NordDATA90 NordDATA ráðstefnan er merkasti viðburður síns eðlis á norður- löndunum. Að þessu sinni verður hún haldin í Gautaborg dagana 11.- 14. júní undir kjörorðunum: “Arðsemi og gæði - NÚ!” Haldnir verða rúmlega 200 fyrirlestrar, sem verða tengdir í samstæð efni eða brautir. Ein þeirra fer algjörlega fram á ensku fyrir þá sem ekki treysta sér í norðurlanda- málin. Rúsínan í pylsuendanum verður fyrirlestur William H (Bill) Gates, framkvæmdastjóra Microsoft Corporation, semætlar að segja frá framtíðarsýnum sínum um tölvunotkun. Fyrir samferðafélaga, sem ekki vilja taka þátt í sjálfri ráðstefnunni er boðið upp á skoðunarferðir. Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn býðst til að útvega farmiða og hótelgistingu fyrir 67.880 til 95.720 krónur (með fyrirvara um gengi o.fl.). Skráningargjald á ráðstefnuna er ekki innifalið. Nánari upplýsingar má fá hjá Ásu Maríu Valdimarsdóttur, Ferðaskrifstofunni Úrval-Úrsýn, síma 603060 eða á skrifstofu SÍ, síma 27577. CASE onTrial Conference British Information Society Limited hefur sent SÍ tilkynningu um ofannefnda ráðstefnu sem haldin verður í Robinson College, Cambridge, Englandi dagana 9.-11. september 1990. Hér er um að ræða fyrstu ráðstefnu “CASE specialist Group” innan breska skýrslutæknifélagsins og aðalræðumenn eru Michael Jackson, David Fairbaim frá James Martin Associates og Paul Ward frá Software Development Inc. Nánari upplýsingar má fá á skrifstofu SÍ, síma 27577. Alþjóðaráðstefnaum tölvur í skólastarfi. Alþjóðaráðstefna um tölvur í skólastarfi eða “World Confercnce on Computers in Education” - WCCE/90 verður, eins og fram hefur komið áður, haldin í Sydney í Ástralíu í júlí 1990. Ráðstefnan stendur dagana 9.-13. júlí en í tengslum við hana er um fjölmarga aðra viðburði að ræða svo sem stutt námskeið, verkstæðisvinnu og heimsóknir í skóla og víðar. Þá eru stuttar ráðstefnur á Nýja Sjálandi á undan og í Japan á eftir tengdar WCCE/90. Ráðstefnur af þessum toga hafa verið haldnar á fimm ára fresti og hafa íslendingar sótt þær tvær síðustu, sem haldnar voru í Lausanne í Sviss og í Norfolk, Virginiu í Bandaríkjunum. Þá sótti stór hópur íslendinga Evrópuráðstefnu af sama toga árið 1988. Ástralíumenn hafa unnið árum saman að undirbúningi þessarar ráðstefnu í samvinnu við alþjóðlega dagskrámefnd. Auk mjög fjölbreyttrar dagskrár bjóða þeir m.a. gistingu á heimilum. Nánari upplýsingar má fá á skrifstofu Skýrslutæknifélags íslands eða hjá Önnu Kristjánsdóttur, Kennaraháskóla íslands, fulltrúa íslands í dagskrámefnd ráðstefnunnar. NUCC-1990 í framhaldi af NordDATA verður síðan haldin í Gautaborg önnur ráðstefna, NUCC - 1990, dagana 15. til 17. júní. NUCC er skammstöfun fyrir Nordic University Computer Clubs og er dagskrá þeirrar ráðstefnu í öðrum og léttari dúr enn NordDATA. Skráningu á NUCC má senda bréfleiðis til Chalmers Datorforening, Horsalsvagen 2, 412 96, Gautaborg Svíþjóð eða í tölvupósti til netfangsins d8andjo@dtek.chalmers.se 5

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.