Tölvumál - 01.04.1990, Qupperneq 12
Tölvumál Apríl 1990
Reglur íþekkingarkerfum eru á
forminuIF <skilyrði>
THEN <niðurstaða>.
Kostirnir við að nota einfalt og
ódýrt kerfi eins og LEVEL5 eru
þeir, að hæg' er að byrja strax að
skrifa þekkinguna á regluform ogfá
hugmyndir að uppbyggingu og
framsetningu.
Sérfræöingur Þekkingarkerfi
Langtímaminni Þekkingargrunnur
(viska, reynsla) (Reglur, staöreyndir)
Hugsun, áiyktanir Ályktunarvél
(Hvar á aö byrja,
hvaða aöferö)
Mynd 1
í þekkingarkerfum eru staðreyndir
til dæmis tengdar saman með
reglum, en þessi framsetning
þekkingar er sú algengasta í
þekkingarkerfum.
Reglur í þekkingarkerfum eru á
forminu IF <skilyrði> THEN
<niðurstaða>.
Ef við tökum reglu úr daglegu lífí
og yfirfærum hana á þetta form þá
fáum við til dæmis eftirfarandi
reglu:
IF rautt Ijós á götuvita
THEN nema staðar
Á sama hátt og staðreyndimar
tengjast saman í reglum, tengir
ályktunarvélin reglumar í
þekkingargrunninum saman.
Uppbygging
vélgæsluráögjafans
Vélgæsluráðgjafinn er settur upp
sem bilanagreiningartré. Hver
hnútpunktur í trénu er tilgáta sem
þarf að sanna og krefst það þess að
við hvem hnútpunkt trésins séu ein
eða fleiri reglur skoðaðar. Ef reglan
(reglumar) sem tilheyra
hnútpunktinum em sannar, þá fer
ályktunarvélin niður eftir trénu að
næsta hnútpunkti og svo koll af
kolli, þar til lausn er fundin
(sjá mynd 2).
LEVEL5
Vélgæsluráðgjafinn er forritaður í
forritunarmáli sem fylgir LEVEL5
skelinni, en skel er umhverfi sem
auðveldar mönnum að búa til
þekkingarkerfi. Málfræði
forritunarmálsins er þannig, að
hægt er að skrifa reglumar beint
niður og þar með einbeita sér að því
sem skiptir máli, það er
þekkingunni. Þetta
forritunammhverfi er til á hinar
ýmsu tölvur, en vélgæsluráðgjafinn
er skrifaður fyrir einmenningstölvur
(PC eða MAC).
Kostimir við að nota einfalt og
ódýrt kerfi eins og LEVEL5 em
þeir, að hægt er að byrja strax að
skrifa þekkinguna á regluform og fá
hugmyndir að uppbyggingu og
framsetningu. Gallamir eru hins
vegar þeir að vegna einfaldleika er
það ekki heppilegt við forritun
stærri og flóknari kerfa. Fyrir
vélgæsluráðgjafann er LEVEL5
ekki heppilegasti kosturinn, en þrátt
fyrir einfaldleika kerfisins hefur
vonandi tekist að gera ágætis kerfi.
12