Tölvumál - 01.07.1992, Síða 7

Tölvumál - 01.07.1992, Síða 7
Júlí 1992 Atkvæðagreiðslukerfi Alþingis - yfirlitsmynd 2. júní 1992. Staðarnet Alþingis (Ethernet - tcp/ip) atkvæðagreiðsluglugga. Starfsmaður Alþingis þarf ekki að stjórna ráðstefnuforritinu á neinn annan hátt undir venju- legum kringumstæðum. I val- mynd er möguleiki á að stöðva atkvæðagreiðslu sem komin er í gang t.d. ef einhver þingmaður óskar eftir breytingum á atkvæðagreiðslu (t.d. að greidd séu atkvæði um ákveðnar máls- greinar sérstaklega). I valmynd- inni eru einnig færðar upplýsingar um hvort varaforseti og h ver þeirra greiði atkvæði í forsetastól. Vinnslan gengur þannig að INFORMIX-4GL forritið skrifar út skrá yfir þingmenn sem sitja á þingi viðkomandi dag og í hvaða sætum þeir sitja. Enn sem komið er eru ekki í skránni upplýsingar frá viðverukerfi um hverjir eru í þinghúsinu. Því getur kerfið ekki athugað hvort atkvæði sem berst er frá þingmanni sem er fjar- verandi. INFORMIX-4GL for- ritið setur í gang stjórn- og sam- skiptaforritið sem les skrána og kveikir ljós hjá forseta. Þegar forseti styður á hnappinn "hefja" kvikna ljós á tækjum þingmanna. Þeir styðja á hnapp merktan "Já", "Greiðir ekki atkvæði" eða "Nei" og kviknar þá ljós á boxinu við viðkomandi hnapp. Þegarforseti styður á hnappinn "lokið" slökkna ljósin og OS/9-vélin sendir niðurstöður út á prentara portið. Stjórnforritið tekur við niðurstöðunum með sætis- númerum og tengir þær íslenskum nöfnum (sem ekki er hægt að hafa í ráðstefnuforritinu). Niður- stöður með skýringum eru sendar á tvo prentara og heildarniður- stöður upp á tvær ljósatöflur og á skjá í borði forseta. Ekki er hægt að ná upplýsingum úr ráðstefnu- kerfinu um leið og þingmaður greiðir atkvæði. Það er einvörð- ungu hægt að atkvæðagreiðsl- unni lokinni. Tölvuþjónusta Kópavogs hefur unnið að hönnun kerfis sem komi í stað ráðstefnu- kerfisins og skili upplýsingum samstundis upp á ljósatöflur. Þegar stjórn- og samskiptaforritið hefur skrifað niðurstöðurnar á disk stöðvast það og INFORMIX-4GL forritið sem beðið hefur á meðan hleður niðurstöðunum í gagnagrunninn. Þessar upplýsingar koma svo beint út í WP ritvinnsluskjal og eru sendar eftir leigðri línu til prent- smiðju þegar næstu Alþingis- tíðindi eru gefin út. 7 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.