Tölvumál - 01.07.1992, Page 19

Tölvumál - 01.07.1992, Page 19
Júlí 1992 Forrit RS/6000 550 VAX-11/780 Hlutfall GCC(*) 51 1482 28,9 Espresso(*) 67 2266 33,8 Spice 507 23951 47,2 DODUC 38 1863 49,4 NASA7 139 20093 144,4 □(*) 184 6206 33,8 Eqntott(*) 28 1101 39,9 Matrix300 6 4525 729,8 FPPPP 35 3038 86,8 TOMCATV 19 2649 138,0 SPEC tala: 72,3 Tafla 1. og komast því fyrir í sky ndiminni, sem þýðir að þeir gætu fram- kvæmst óeðlilega hratt. Kjarnar gefa þó oft nytsamar vísbendingar um flöskuhálsa í tölvukerfum og eiga því rétt á sér ef niðurstöður þeirra eru túlkaðar á réttan hátt. Síðasti flokkurinn inniheldur raunverulegforrit, sem notandinn mun keyra þegar hann hefur keypt tölvuna. Það er auðvitað misjafnt milli notenda hvaða forrit þeir nota mest og því eru til nokkur söfn forrita sem eiga að gefa þverskurð af dæmigerðri notkun. Linpack forritasafnið inniheldur Fortran forrit til að leysa línuleg jöfnuhneppi. Jack J. Dongarra við Oak Ridge rannsóknar- stofnunina í Bandaríkjunum safnar saman og birtir reglulega lista yfir niðurstöður úr keyrslu forrita úr Linpack sem nota Gauss- eyðingu til að leysa 100x100 jöfnuhneppi. Þessar niðurstöðu- tölur gefa til ky nna raunverulegan fleytitöluhraða tölvanna. Á þessum lista eru nú yfir 500 tölvur, allt frá öflugustu Cray tölvunum niður í Macintosh Plus. Það eru eflaust ekki margir sem nota Gauss-eyðingu daglega, auk þess sem nauðsynlegt er að hafa góðan Fortran þýðanda, þannig að þessar niðurstöður ber að taka með varúð. SPEC mælingar Árið 1988 bundust tölvufyrir- tækin HP, DEC, MIPS og Sun samtökum um að útbúa safn raunverulegra forrita sem hægt væri að nota til að mæla afkasta- getu vinnustöðva. Síðan hafa fleiri fyrirtæki bæst í þessi samtök, sem bera nafnið SPEC (System Performance Evaluation Co- operative). SPEC forritasafnið inniheldur 10 forrit í C og Fortran. Þar á meðal er C-þýðandi, hermiforrit, forrit fyrir fylkja- reikning og fleira. Afþessum 10 forritum eru 4 sem nota ekki fleytitölur, en hin 6 notafleytitölur í misjafnlega miklum rnæli. Niðurstöður SPEC mælinganna eru hlutfallsleg MIPS, þar sem viðmiðunartölvan er VAX-11/ 780. Mælingin fer þannig fram að forritin 10 eru keyrð á tölvunni sem verið er að mæla og tírninn er tekinn á hverri keyrslu. Síðan er deilt upp í þann tíma með tímanum sem forritin tóku á VAX- 11/780. Loks er fundið fald- meðaltal (geometric nrean) 19 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.