Tölvumál - 01.07.1992, Qupperneq 20
Júlí 1992
þessara 10 hlutfalla og það er
kallað SPEC tala (SPEC nrark)
tölvunnar. I faldmeðaltali eru
lölurnar margaldaðar saman og
tekin tíunda rót af margfeldinu í
stað þess að leggja tölurnar
sarnan og deila í summuna með
10. I töflu 1 er útreikningur á
SPEC tölu tölvunnar IBM RS/
6000 550. Tölurnar í dálkunum
fyrir tölvurnar tvær eru keyrslu-
tímar forritana í sekúndum.
Þau forrit sem merkt eru með (*)
ítöflu 1 eruheiltöluforritin.Stund-
um eru heiltöluforritin fjögurtekin
saman og reiknað út frá þeim
heiltölu-SPEC og einnig fleyti-
tölu-SPEC út frá hinum sex. Það
getur verið nokkur munur á
þessum tveimur tölum, til dæmis
hefur IBM RS/6000 550 heiltölu-
SPEC 33,9 en fleytitölu-SPEC
119,7.
A þessu ári verður tekinn upp nýr
SPEC staðall. í honum eru alltaf
gefnar upp tvær niðurstöðutölur:
heiltölu-SPEC og fleytitölu-
SPEC, og þær aldrei sameinaðar
í eina tölu. I safninu með heiltölu-
forritunum eru 6 forrit, en 14 í
fleytitölusafninu. Öll forritin úr
gamla safninu eru áfram nema
forritið Matrix300. Það er stutt
Fortran forrit sem margfaldar
saman tvö 300x300 fylki. Það
kemst því líklega fyrir í skyndi-
minni tölvanna, auk þess sem
sumir tölvuframleiðendur eru
grunaðir um að hafa breytt þýð-
endum sínum þannig að þeir
meðhöndli þetta ákveðna forrit
sérstaklega. Óeðlilega mikill
hraði hefur náðst í þessu ákveðna
forriti á nokkrum tölvugerðum,
eins og sjá má í töflunni hér að
ofan. Það skal tekið fram að
IBM er alls ekki eitt um að hafa
náð ótrúlegum hraða í keyrslu
þessa forrits.
I töflu 2 er til gamans saman-
burður á SPEC tölum nokkurra
tölvugerða. Þessar tölur eru sam-
kvæmt gamla SPEC staðlinum
og hafa ber það í huga að gæði
þýðendanna skipta miklu máli í
niðurstöðum. Eftir því sem C og
Fortran þýðendur fyrir tölvurnar
batna þá hækka SPEC tölurnar.
Eins og sjá má í töflu 2 getur
verið talsverður munur á milli
hraða í heiltölu og fleytitölu-
reikningum. Að vísu er nokkur
hluti af muninum á IBM og HP
tölvunum líklega tilkominn vegna
sérstakrar meðhöndlunar þýð-
enda á forritinum Matrix300. Þar
sem því hefur verið kippt út úr
nýja SPEC staðlinum má búast
við að nýju fleytitölu-SPEC
tölurnar verði eitthvað lægri.
Nokkur varnaðarorð
Tölvum er gjarnan skipt upp í
einkatölvur, vinnustöðvar, milli-
tölvur og ofurtölvur. Það er nrjög
hæpið að bera saman tölur um
afkastagetu milli tölva í mis-
munandi tölvuflokkum. Þeim er
ætlað mjög ólíkt hlutverk og
eiginleikar sem standa fyrir utan
afkastamælingarnar, eins og
stærð minnis og jaðartækja, hafa
mikil áhrif á notagildi þeirra.
Sniðsmœkkun (downsizing) felst
í því að flytja tölvuvinnslu niður
milli tölvuflokka, til dærnis úr
millitölvum í vinnustöðvar eða
einkatölvur. Þó að rétt með-
höndlaðar niðurstöður afkasta-
mælinga geti verið mikilvægur
þáttur í ákvörðun urn snið-
smækkun er alls ekki rétt að
byggja slíka ákvörðun eingöngu
á tölum um afkastagetu. Að
lokum skal minnt á að það sem
notandinn hefur mestan áhuga á
er svar við spurningunni "Hvað
framkvæmast mín forrit hratt á
tölvunni?". Afkastamælingargeta
aldrei gefið annað en misjafnlega
góða nálgun á því svari.
Tölva Heiltölu-SPEC Fleytitölu-SPEC SPEC tala
Intel 486 25 MHz 13,3 6,6 8,8
DECstation 5000 19,1 18,2 18,5
Sun SPARCstation 2 20,2 21,5 21,0
IBM RS/6000 550 33,9 119,7 72,3
HP 90000/730 51,5 101,6 77,5
Tafla 2.
20 - Tölvumál