Tölvumál - 01.03.1994, Qupperneq 28
Mars 1994
Versionitis - er nýjast útgáfan alltaf
nauðsynleg?
Erindi flutt á ET-degi Skýrslutœknifélags Islands 10. desember 1993
eftir Jóhann Gunnarsson
Mér var skammtað þetta ræðu-
efni meðfyrirsögn og öllu saman.
Ætla má að orðið skýri sig
nokkuð sjálft, meðal annars með
Versionitis
"Þrá mannsins eftir því nýjasta og besta"
- drifafl þróunar og framfara
eða
"Ómótstæðileg fíkn í allt sem nýtt er"
- sjúkdómur
vera jafn vel þekkt alls staðar og
það er hér. Ég var í Þýskalandi í
nokkra mánuði árið 1960 og
reyndi, þegar ég þóttist vera orð-
inn brandarafær í
málinu, að segja
félögum mínum
litla skrýtlu um
bíladellu. En eng-
inn þeirra hló.
Mynd /.
tilvísun til þekktra hliðstæða í
læknisfræði. Ég kem þó hér með
tvær hugsanlegar skýringar á
mynd 1.
Annars vegar hin jákvæða,
óseðjandi forvitni, sem hefurskil-'
að þekkingu mannkynsins á sjálfu
sér og umhverfi sínu framávið
með þeim ótvíræða hætti, sem
raun ber vitni. Með öðrum orð-
um drifafl þróunar og framfara.
Hins vegar eitthvað sem hljómar
eins og sjúkdómur. Þetta er
augljóslega einhvern veginn
neikvæðara og manni detta í hug
ýmsir þekktir kvillar, svo sem
bíladella.
En hvenær er réttlætanlegt að
tala um kvilla, og hver gengur
með kvillann? Hver á að dæma
um hvað sé eðlilegt? Hugtakið
bíladella, til dæmis, virðist ekki
Síst vildi ég nú
rata í þá ógæfu að
standa hér og
segja "Þið eruð allir vitlausir
nema ég”. I trausti þess að ég sé
hér í betri félagsskap en í Þýska-
landi forðurn leyfi ég mér að
halda örlítið lengra út á þessa
braut (mynd 2).
Gerum okkur í upphafi grein fyrir
því að hérerekkert nýtt vandamál
á ferðinni. Leyfið mér að kalla
til vitnis tvo spekinga. Fyrir um
350 árum var þetta orðað svo:
"Splunkuný meðalmennska vek-
ur meiri athygli en ágæti, sem
orðið er að vana". Og fyrir unr
150 árum sagði skáldið Oscar
Wilde:
"Einungis það sem er nýtískulegt
getur nokkurn tímann orðið
gamaldags".
Nú bið ég ykkur að skilja ekki
orð mín svo að ég sé á móti
breytingum eða framförum. Ég
vara einungis við því að menn
láti þröngva upp á sig nýjungum
án fyrirvara og á óskipulegan hátt.
Allur rekstur býr nú við þrengri
fjárhag en oft áður. Kostnaður
tengdur upplýsingatækni nemur
frá 5 - 10% af reksturskostnaði
og fer hækkandi. Þetta er liður
sem verður að stjórna ekki síður
en ræstingarkostnaði eða kaffi-
kaupurn. Flestir sérfræðingar eru
sammála um að unnt sé að ná
stórfelldri framleiðniaukningu í
rekstri fyrirtækja með því að
beita upplýsingatækni á mark-
vissan hátt og með tilheyrandi
aðlögun vinnuferla.
Gamalt áhyggjuefni
"A brand new mediocrity is thought of more than an
accustomed excellence"
Baltasar Gracián: The art of worldly wisdom, 17. öld.
"It is only the modern that ever becomes old-fashioned"
Oscar Wilde, 19. öld.
Mynd 2.
28 - Tölvumál