Tölvumál


Tölvumál - 01.11.1995, Page 10

Tölvumál - 01.11.1995, Page 10
Nóvember 1995 Kvennalistinn framarlega í upplýsingabyltingunni Eftir Önnu Ó. Björnsson Kvennalistinn hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á að nýta bestu leiðir í upplýsingatækni sem færar eru hverju sinni. Efling íjarkennslu var eitt af fyrstu baráttumálum Kvennalistans í menntamálum. Fjarkennsla nýtist konum mjög vel, enda hefur reynslan sýnt að þær kunna mæta vel að notfæra sér hana. Hins vegar skortir mjög á að íjarkennslu hafi, fram til þessa, verið sýndur sá sómi sem ástæða er til. Úr því vildu Kvennalista- konur bæta með tillögum sínum. Fljótlega eygðu Kvennalista- konur einnig mikilvæga atvinnu- möguleika í Qarvinnslu og lögðu fram þingsályktunartillögu þar að lútandi. Tillagan miðaði að því að stuðla að því að ijarvinnslustofum yrðu komið á laggimar sem víðast um landið. 1 því skyni var gert ráð fyrir að þær fengju verkefni, m.a. frá opinbemm aðilum. Þessi tillaga var samþykkt vorið 1990 og hafði þá verið flutt á tveimur þingum. Hugmynd Kvennalistakvenna var sú að nýta þá tölvutækni sem þá var fyrir hendi til þess að skapa fleiri og ijölbreyttari störf víða um landið, ekki síst fyrir konur. Reynsla nágrannaþjóðanna hefur sýnt að ef konum er ekki sköpuð atvinna í strjálli byggðum flytjast þær á brott með bömin, og á eftir fylgja karlamir. Samþykkt tillög- unnar er sennilega fyrsta þingmálið sem samþykkt var og varðaði þá upplýsingahraðlest sem nú er komin af stað. Fimm og hálft ár er liðið og enn er aðeins að fínna 11 vísanir í orðið tölva, s.l. tvö ár, í þingskjölum alþingis, samkvæmt gagnagrunni þeim sem þingið er með á alnetinu. Kvennalistakonur em flutningskonur tveggja þeirra mála sem þar um ræðir. Viðhorf Kvennalistakvenna til tækni- og upplýsingabyltingar nútímans mótast af nokkrum meginþáttum: 1. Að öllum sé gert kleift að kynnast og nýta sér upplýsinga- tæknina og nemendur geti stundað sambærilegt nám óháð búsetu, aldri og efnahag. 2. Að nýta megi tæknina til þess að auka fjölbreytni í atvinnu- lífinu og skapa fleiri störf, ekki síst þau sem konur sæktust eftir. 3. Að konur og karlar sitji við sama borð hvað varðar mennt- un og tækifæri í heimi framtíð- arinnar og eigi kost á menntun við hæfl. Hvetja þar konur til að afla sér þekkingar sem nýtist í hálaunastörf en þær festist ekki í einhæfum láglaunastörf- um við tölvuskjái og tryggja að þær fái eftirsóknarverð störftil jafns við karla. 4. Að nýta tæknina til hins ítrasta fötluðum til hagsbóta. 5. Að auka nýsköpun, þar eru möguleikarnir í upplýsinga- tækninni óþrjótandi. 6. Að aðgangur að menntun, upp- lýsingum og þjálfun sé ekki verðlagður þannig að efna- hagur ráði því hverjir taka þátt í þeirri nýsköpun sem upplýs- ingaþjóðfélagið býður uppá. 7. Að upplýsingatæknin sé notuð í þágu lýðræðisins, með því að greiða fyrir aðgangi almennings að upplýsingum, sem varða störf alþingis og stjórnsýslu almennt. Afstaða Kvennalistans til upp- lýsingabyltingarinnar kemur víða fram, m.a. í þessum orðum í stefnuskránni um nám á háskóla- stigi: „Upplýsingatækni hefur stytt vegalengdir og gert heiminn að einu samskiptasvæði. Til að taka þátt í þeim samskiptum verða starfsmenn og nemendur að hafa aðgang að þeirri tækni sem til þarf. Sú samskiptatækni eykur mögu- leika nemenda til að menntast þó að þeir eigi ekki heimangengt, jafnt við íslenska sem erlenda háskóla. Því verður að sjá til þess að þessi samskiptatækni verði verðlögð með sanngjömum hætti og aðstaða verði skipuð sem víðast til að fólk geti notfært sér hana.“ Á tveimur síðustu þingum hafði Kvennalistinn frumkvæði að því að einstaklingar úr öllum flokkum sameinuðust um þingsályktunar- tillögu sem hljóðaði svo: „Alþingi ályktar að stefnt skuli að því að þingskjöl og umræður á Alþingi verði opin almenningi í tölvutæku formi. Sömuleiðis tölvutexti laga og lagasafns, reglugerða, EES- samnings, alþjóðasamninga og skjala sem varða almenning. Að- gangur að þessum upplýsingum verði ekki gjaldfærður.“ Markmið tillögunnar var að tryggja sem greiðastan aðgang að þingmálum, umræðum og þeim lögum og reglugerðum sem gilda í landinu. 10 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.