Tölvumál


Tölvumál - 01.11.1995, Blaðsíða 27

Tölvumál - 01.11.1995, Blaðsíða 27
Nóvember 1995 ingatækni eins og Námsgagna- stofnun og fleiri aðilar eru að vinna að. Fyrirtæki eins og Fjarhönnun hf. selur viðhalds- kerfi með því að búa til staðl- aðan hugbúnað til að þróa sérhæfðar lausnir íyrir hverja og eina atvinnugrein. Fjölmiðl- ar eins og Morgunblaðið og DV nýta upplýsingatækni til að miðla upplýsingum um allan heim á veraldarvefnum. Prent- smiðjan Oddi vinnur að heild- arútgáfu hæstaréttardóma á geisladisk. Það mun veita greið- an aðgang að þessum dómum. Fjölnir og Concord, hvorir tveggja danskur viðskipta- hugbúnaður aðlagaður að íslenskum aðstæðum, eru að verða allsráðandi hér á landi. Séríslenskur hugbúnaður hefur minni möguleika að ná sterkri stöðu þar sem íslenski mark- aðurinn er einn og sér of lítill til að standa undir þróun og viðhaldi flókins viðskiptahug- búnaðar. • Upplýsingatækni verður drifkraftur breytinga En það er hvergi nærri því að þróunin hafi stöðvast. Færa má rök fyrir því að nú sé að renna upp nýtt tímaskeið. Tímabil samtengdra neta og öflugri tölva. Intemetið, marg- miðlunartæknin, geisladiskar og öflugri tölvubúnaður mun leiða okkur inn í nýja öld. Hóp- vinnukerfi og annar einfaldur hugbúnaður mun leiða til rót- tækra breytinga á rekstri fyrir- tækja, auðvelda það sem kallað hefur verið „reengineering“ eða endurgerð vinnuferla og síðan brjóta niður hefðbundið píra- mídaskipulag. Breytingarnar munu verði meiri en nokkru sinni fyrr, því tæknin verður almenningseign og mun nú fyrst leiða til umtalsverðrar fram- leiðniaukningar og breytinga á viðskiptaháttum. Nú getur þjónustufyrirtæki náð verulegu samkeppnisforskoti með því að nýta upplýsingatæknina til að gera hlutina allt öðruvísi. Fyrirtæki verða að fara að horfa á upplýsingatæknina sem drifkraft breytinga, en ekki eingöngu tæki til að hjálpa við breytingar. Því miður hefur upplýsinga- tæknin ekki aukið framleiðni í íslensku atvinnulífi nægilega mikið. Astæðan er sú, að of margir telja upplýsingatækni viðbót við það sem íyrir er í stað þess að hún vinni að breytingum. Þessu má líkja við það, að þegar síminn kom til sögunnar hefðu fyrirtæki eftir sem áður haft sérstaka sendiboða til að flytja skilaboð á milli fyrir- tækja. Enn eru gjaldkerastúkur í bönkum og víðar með gamla lag- inu. Enn eru gjaldkerar að sinna sérhæfðum störfum og viðskipta- vinir þurfa jafnvel að fara á milli staða innan banka til að fá mis- munandi þjónustu. Upplýsinga- tæknin er ekki nýtt nægilega hratt til þess að breyta þessu fyrirkomu- lagi. Hugbúnaðarþróun í sjálfstæðum fýrirtækjum Sú þróun þarf að halda áfram að fyrirtæki og opinberar stofnanir dragi úr umsvifum sinna eigin tölvudeilda og bjóði verkefni út eða vinni að verkefnum í sjálfstæðum fyrirtækjum. Það er ekki eingöngu hagkvæmt fyrir sjálf fyrirtækin, heldur styrkir það jafnframt hug- búnaðariðnaðinn sem atvinnu- grein. Mjög víða eru tölvudeildir staðnaðar og getur það hamlað framþróun í upplýsingavinnslu. Er vitað um dæmi þess að tölvudeildir hafi vaxið um of og orðið að bákni sem erfitt hefur reynst að ráða við. Ástæðuna má rekja til þess að tækniþróunin hefur verið gífurlega hröð og fyrirtæki hafa vanrækt að leggja næga áherslu á stefnumótun og skipulagsbreytingar í upplýs- ingatækni. Nú mun verða lögð aukin áhersla á að láta upplýsinga- tæknina breyta íyrirtækjum. Ekki hefur verið litið á hugbún- aðariðnað sem sjálfstæða atvinnu- grein fyrr en á allra síðustu árum. Ríkisvaldið og ýmis fyrirtæki t.d. ijármálastofnanir hafa séð sér hag í þvi að byggja upp eigin tölvu- deildir þar sem virðisaukaskattur er ekki reiknaður af eigin vinnu. Einnig er auðvelt að fela kostnað við rekstur tölvudeilda inn í heild- arkostnaði fyrirtækis. Sölu íslensks hugbúnaðar má auka umtalsvert erlendis. Ein leið til að stuðla að því er að flytja verk- efni í auknum mæli yfir til einka- íyrirtækja og efla þau á þann hátt. Ríkisvaldið og ríkisstofnanir þurfa jafnframt að framfylgja útboðs- reglum á sviði hugbúnaðar. Hug- búnaðariðnaðurinn er orðin mikil- væg atvinnugrein og fyrirtækin í landinu ásamt stjómvöldum þurfa að veita greininni stuðning. íslensk fyrirtæki þurfa að sýna málinu skilning, sem best er gert með því að fýlgjast vel með, efla starfandi fyrirtæki og taka upp samstarf við þau. Breyta þarf tölvudeildum fyrirtækja í upplýsingavinnslu- deildir, og fyrirtæki þurfa að að- laga sig sem best að stöðlum og því sem til er á markaðinum. Það er hagsmunamál allra fyrirtækja og þjóðfélagsins í heild að hér séu til öflug hugbúnaðarfýrirtæki meðal annars til að aðstoða við að auka framleiðni í íslensku atvinnulífí. Það er þarft verk sem miklu varðar að unnið verði að í náinni framtíð. Þorkell Sigurlaugsson er framkvœmdastjóri þróunarsviðs Eimskips Tölvumál - 27

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.