Tölvumál


Tölvumál - 01.11.1995, Blaðsíða 29

Tölvumál - 01.11.1995, Blaðsíða 29
Nóvember 1995 Utflutningur upplýsingatækni Eftir Þórarin Stefánsson Útflutningsráð íslands hefur frá upphafi leitast við að fylgjast með þróun upplýsingatækninnar, bæði til eigin nota og með tilliti til út- flutningsmöguleika þeirrar þekk- ingar sem fólgin er í íslensku hug- viti. Árið 1986 varð Útflutningsráð fyrst íslenskra fyrirtækja til að net- tengja PC-tölvur á staðarneti til almennrar vinnslu. Fyrir tveimur árum var tekin ákvörðun um að endurnýja tölvukost fyrirtækisins með það að markmiði að Útflutn- ingsráð yrði aftur í fararbroddi hagkvæmrar nýtingar upplýsinga- tækni. í dag má'segja að Útflutn- ingsráð sé mjög nálægt því að ná því markmiði með markvissri notkun Lotus Notes, beintengingu við Internet, aðgang að gagna- bönkum víðs vegar um heiminn og væntanlegra heimasíðna á Intemeti þar sem ætlunin er að veita útflytj- endum jafnt sem erlendum aðilum markvissa og gagnvirka þjónustu. Þessi nýting upplýsingatækn- innar og sú þekking sem hún hefur skapað innan veggja Útflutnings- ráðs hefur skilað sér í bættri þjón- ustu við útflytjendur, hvort heldur um hefðbundnar útflutningsafurðir er að ræða eða útflytjendur á sviði upplýsingatækni. Áhersla hefur verið lögð á það innan Útflutningsráðs að styðja við vaxtarbrodda í útflutningsgreinum líkt og upplýsingatækni. Það hefur verið gert með gerð markaðsathug- ana fyrir einstök fyrirtæki, hóp fyrirtækja eða heilu atvinnugrein- amar. Einnig hafa markaðsstjórar Útflutningsráðs starfað hjá iðnaðar og þjónustufýrirtækum í lengri eða skemmri tíma við erlenda mark- aðssókn. Þar að auki hefur verið veitt markaðsráðgjöf á breiðum grunni, allt frá einstökum verk- efnum til almennra stefnumótunar útflutningsviðskipta. Útflutnings- ráð hefur þegar unnið að verkefn- um á sviði hátækni, hugbúnaðar, framleiðslu og margmiðlunar. Útflutningsráð stóð að gerð skýrslu um fjarvinnslu og var einn aðstandenda ráðstefnu um sama málefni. Nýting upplýsingatækni til fjarvinnslu getur verið arðbær útflutningsafurð þar sem lega landsins hættir að skipta máli. Þessu verkefni verður fylgt eftir, m.a. með markvissri athugun á möguleikum íslenskra fyrirtækja á nýtingu Internets við útflutnings- aðgerðir sínar. Útflutningsráð hefur einnig samband við ýmsa aðila erlendis, bæði fyrirtæki og stofnanir, sem gagnast geta íslenskum fyrirtækj- um í upplýsingaleit. Þar má til dæmis nefna samstarfssamning við Evrópusambandið varðandi upp- lýsingagjöf til lítilla og meðalstórra fyrirtækja varðandi verslun og við- skipti á Evrópska efnahagssvæð- inu, svokallað „Euro-Info Centre". I gegn um það verkefni er Útflutn- ingsráð tengt við margvíslega gagnabanka auk þess sem Út- flutningsráð tengist öðrum gagna- bönkum um ýmis málefni. Útflutn- ingsráð getur því aðstoðað íslensk fyrirtæki við margvíslega gagna- bankaleit. Útflutningsráð leggur mikla áherslu á kennslu og þjálfun við erlenda markaðssetningu og stend- ur fyrir námskeiðum og þjálfun í markaðssetningu fyrir núverandi og tilvonandi útflytjendur. Sem dæmi um slíkt verkefni er „Útflutn- ingsaukning og hagvöxtur“ en það er sérhannað eins árs þjálfunar- verkefni. Nokkur fyrirtæki úr upplýsingatækniiðnaðinum hafa þegar tekið þátt í þessu verkefni. Útflutningsráð stendur fyrir sameiginlegri þátttöku íslenskra fyrirtækja á sýningum erlendis. Starfsfólk Útflutningsráðs skipu- leggur þá, í samvinnu við íslensku sýnendurnar, þátttökuna frá upphafí til enda. Það felur meðal annars í sér val á sýningu, niður- röðun á sýningarsvæði, skipulagn- ingu flutninga, ráðgjöf við útlit sýningarbása, samskipti við sýn- ingarstjórn, og frágang sameigin- legs svæðis. Á næsta ári mun Út- flutningsráð standa fyrir þátttöku íslenskra fyrirtækja í Cebit ‘96. Útflutningsráð rekur þrjár við- skiptaskrifstofur erlendis; í New York fyrir Ameríku, í Berlín fyrir Þýskaland og A-Evrópu og í Moskvu fyrir Rússland og fyrrum Sovétlýðveldi. Skrifstofurnar starfa í nánum tengslum við höfuð- stöðvarnar á íslandi og veitir starfsfólk þeirra fyrirtækjum bæði Tölvumál - 29

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.