Tölvumál


Tölvumál - 01.11.1995, Síða 24

Tölvumál - 01.11.1995, Síða 24
Nóvember 1995 Upplýsingatækni og stefnumörkun Eftir Guðmund Ásmundsson Spyrja má hvort iðnríki Vestur- landa standi undir nafni lengur, þótt iðnaðarframleiðsla sé víðast hvar uppistaðan í útflutningi þeirra og mun stærri hluti en svarar hlut- deild iðnaðar í þjóðarframleiðslu. Að þessu leyti er iðnaður ná- grannalanda okkar í svipuðu hlut- verki og sjávarútvegurinn hjá okkur. En vöxturinn í iðnríkjum Vesturlanda er ekki í hefðbundnum iðnaði hvorki hvað varðar fram- leiðslu eða mannafla. Vöxturinn er í þjónustu og samkeppnin snýst nú æ meir um yfirburði í þekkingu en ekki yfirburði í aðgangi að hrá- efnum, orku og markaði. Við erum að mörgu leyti áhorf- endur að samrunaferlinum í Evr- ópu, einfaldlega vegna landfræði- legrar legu landsins. Við höfum að sönnu næstum óheftan aðgang að sameiginlegum Evrópumarkaði, en njótum hins vegar ekki góðs nema að litlu leyti af öðrum þáttum þessa samrunaferlis, sem lesa má um í hvítbók ESB, svo sem gífurlegum framkvæmdum í samgöngubótum og samvinnu í orkumálum. A sviði upplýsingatækni gegnir öðru máli. Þar hafa framfarir í ijarskipta- og tölvutækni leitt til þess að íjar- lægðir á milli landa eru ekki lengur áhrifaþættir á flæði upplýsinga og samskipta. Upplýsingatæknin hefur því opnað nýja möguleika til upplýsinga- og þekkingaröflunar, auk nýrra viðskiptatækifæra fyrir íslenska þekkingu. Elvernig er staða okkar íslend- inga á þessu sviði? Líklega er óhætt að fullyrða að íslensk fyrir- tæki og heimili séu tæknilega vel í stakk búin til að nýta sér þá upplýs- ingabyltingu sem ryður sér til rúms í æ ríkara mæli. Tölvunotkun er almenn, og sennilega nær banda- rísku en evrópsku meðaltali. Fyrir- tæki hafa í vaxandi mæli nýtt sér möguleika upplýsingatækninnar og má þar nefna upplýsingakerfi við rekstur og stjórnun, rafrænt greiðslukerfi, notkun strikamerkja, pappírslaus viðskipti og notkun tölvupósts. Tæknilega ogþekking- arlega stöndum við því vel að vígi og ýmislegt mælir með því að ísland geti orðið virkur þjónustu- aðili við viðhald og þjónustu upp- lýsingakerfa fyrir erlenda aðila. Þar má nefna að landfræðileg lega landsins getur t.d. verið kostur, þegar litið er til tímamismunar austurs og vesturs. Miðað við lýsinguna hér á undan ættum við að hafa góða möguleika til landvinninga á sviði upplýsingatækni í framtíðinni. En þegar betur er að gáð er ýmislegt sem þarf að lagfæra til að slík sýn verði að veruleika. Þar eru málin í höndum hins opinbera sem á að setja leikreglurnar og sjá um stefnumörkun. Hins vegar hefur ekkert ennþá bólað á stefnu- mörkun hins opinbera á sviði upp- lýsingatækni þrátt fyrir ítrekuð tilmæli hagsmunaaðila. Eins er úr- bóta þörf í hinu rekstrarlega um- hverfi, starfskilyrðin sjálf þarf að lagfæra á ýmsum sviðum. Það er alstaðar þekkt í iðnað- inum að mikilvæg forsenda fyrir þróun er heimamarkaður. Helst þarf sá heimamarkaður að vera traustur, velviljaður og kröfu- harður. Víðast hvar erlendis er uppistaðan í markaði fyrir lausnir á sviði upplýsingatækni, vinna fyrir opinbera aðila, bankastofn- anir og tryggingarfélög. Þessu er ekki eins farið hér á landi. Vegna skattalegra aðstæðna hafa áður- taldir aðilar komið sér upp eigin tölvu- og upplýsingatæknideildum, og sú þróunarvinna sem þar fer fram kemur ekki til með að nýtast fyrirtækjum sem starfa á hinum almenna markaði. Slíkar deildir koma ekki til með að taka þátt í verkefnum erlendis. Sú þekking og reynsla sem er svo mikilvæg er því ekki til staðar þegar fyrirtæki á hinum almenna markaði reyna að blanda sér í kapphlaup um lausnir á sviði upplýsingatækni. Það þarf ekki að spyrja að leikslokum í því kapphlaupi þegar forskotið sem erlendir aðilar hafa á okkur er slíkt sem raun ber vitni. Talið er að u.þ.b. 30 - 40% af veltu erlendra fyrirtækja á sviði upplýsingatækni sé fyrir opinbera aðila. Benda má á að útboð vegna smíði og viðhalds upplýsingakerfa hjá opinberum aðilum er nær óþekkt hér á landi. Mikið hefur verið rætt og ritað um svokallaða upplýsingatækni- byltingu og hvernig hún mun hafa áhrif á allar greinar þjóðfélagsins. Talið er að lífsgæði muni aukast með auknum atvinnumöguleikum, samskiptum, fræðslu, afþreyingu og frelsi einstaklingsins. Samskipti og samvinna fyrirtækja muni aukast með meiri möguleikum til upplýsingaöflunar og þekkingar, lausn vandamála og þróunar nýirar tækni. Nýirmöguleikartil fræðslu munu þróast og hafa áhrif á allt menntakerfið. Með þetta í huga er ekki erfitt að gera sér grein fyrir 24 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.