Tölvumál - 01.11.1995, Blaðsíða 6
Nóvember 1995
Frá orðanefnd
Eftir Stefán Briem
Á síðustu árum hefur aukist
mjög að menn noti glugga þegar
þeir vinna á tölvur. Orðanefnd er
því um þessar mundir að huga
sérstaklega að íslenskum heitum
fyrir hugtök er varða glugga-
umhverfi. Algengt er að mörg orð
séu í gangi manna á meðal fyrir
sömu hugtökin og brýnt að greiða
fyrir því að bestu hugmyndimar
verði ofan á. Orðanefnd áformar
að viðra orðalista fyrir glugga-
umhverfi í Tölvumálum fljótlega.
Heiti á eldri hugtökum eru
einnig í endurskoðun hjá orða-
nefndinni. Orð sem hafa lent ffemst
í virðingarröð hjá orðanefnd í
Tölvuorðasafninu (2. útg. 1986)
hafa ekki alltaf hlotið sama frama
hjá tölvunotendum. 1 Tölvuorða-
safninu er til dæmis gefið orðið
háttur (e. mode) í merkingunni
‘tiltekinn valkostur í vinnslu’.
Einnig er þar gefið samheitið
hamur. í þessu tilviki virðist sam-
heitið hafa orðið ofan á hjá tölvu-
notendum. Orðanefnd hefur því
ákveðið að breyta hjá sér virð-
ingarröð þessara orða þannig að
hamur verði aðalheiti þessa hug-
taks en háttur verði samheiti þess.
1 öðrum tilvikum á orðanefnd
erfitt með að fallast á það sem
virðist hafa orðið ofan á hjá tölvu-
notendum að svo stöddu. Ástæöan
fyrir mismunandi niðurstöðu gæti
stundum verið sú að röksemdir
orðanefndar hafi ekki náð til
tölvunotenda.
aðgerðarhnappur
Sem dæmi má taka spuming-
una um hvort skrifa á aðgerðar-
hnappur eða aðgerðahnappur (e.
function key). í Tölvuorðasafninu
er ritað aðgerðarhnappur en
annars virðist algengara að menn
riti aðgerðahnappur. Orðanefnd
fylgir þeirri reglu að þegar fyrri
liður í samsettum orðum er eignar-
fallsmynd þá sé miðað við eintölu
nema merking eða aðrar gildar
ástæður kalli á fleirtölu. Algengast
er að þessir hnappar séu efst á
hnappaborðinu og séu merktir F1,
F2 o.s.frv. Með (forrits)skipun er
hægt að skilgreina tiltekna aðgerð
fyrir hvern þessara hnappa þannig
að tölvan framkvæmi þá aðgerð í
hvert sinn sem stutt hefur verið á
hnappinn. Hnappurinn hefur þá
verið skilgreindur sem hnappur
þessarar tilteknu aðgerðar og úr
því verður til orðið aðgerðar-
hnappur. Orðið hnappaborð ber
hins vegar að rita þannig af því að
um er að ræða borð margra
hnappa. Orðanefnd leggur því til
að menn riti r-ið í miðju orðsins
aðgerðarhnappur og taki mið af
þessum röksemdum við ritun
annarra samsettra orða.
heimta, heimt
Annað dæmi er sögnin heimta
og samsvarandi nafnorð heimt. I
Tölvuorðasafninu er gefið:
heimt kv.
Það að fínna og ná í gögn í
upplýsingakerfi.
- retrieval
heimta so.
Finna og ná í gögn í
upplýsingakerfi.
- retrieve
Orðanefnd þykir tölvunotendur
nota þessi orð minna en vert væri.
Algengara er að menn noti sögnina
sœkja eða jafnvel endurheimta í
þessari merkingu og samsettu
nafnorðin endurheimt og upplýs-
ingaheimt. Þessi nafnorð eru
reyndar einnig í orðasafninu en
endurheimt er þar skilgreint í
nokkuð frábrugðinni merkingu (e.
recovery). Ef til vill er að veljast
fyrir mönnum að sögnin heimta
hefur einnig aðra merkingu,
‘krefjast’. Lítil hætta virðist þó á
að misskilningur komi upp. Sú
merking sem skilgreind er í orða-
safninu er þekkt m.a. í orðatil-
tækjunum að heimta úr helju.
heimta fé af fjalli og heimtur voru
góðar. Gallinn á sögninni sækja er
að hún felur aðeins í sér að ná í en
ekki að finna fyrst það sem á að
ná í. Annar galli er sá að heiti vant-
ar á aðgerðina að sœkja, því að
nafnorðið sókn þykir ekki nógu
gott fyrir þessa merkingu. Orða-
nefnd telur reyndar að merking
ensku sagnarinnar retrieve sé það
fjölbreytt að stundum sé rétt að
þýða með sœkja en þá þyrfti aðra
skilgreiningu en fyrir sögnina
heimta. Þessu verða væntanlega
gerð skil í næstu útgáfu Tölvuorða-
safnsins. En tölvunotendur eru
hvattir til að nota óhikað orðin
heimta og heimt þegar aflað er
gagna úr gagnagrunnum og öðrum
upplýsingakerfum.
Stefán Briem er ritstjóri
Tölvuorðsafns og
starfsmaður orða-
nefndar Skýrslutœkni-
félags Islands.
Netfang:
stefan@ismal. hi. is
6 - Tölvumál