Tölvumál


Tölvumál - 01.11.1995, Síða 34

Tölvumál - 01.11.1995, Síða 34
Nóvember 1995 við uppbyggingu opinberrar stjóm- sýslu í þessum löndum. íslendingar eiga ekki aðild að PHARE og það gerir róðurinn miklu erfiðari en ella sérstaklega eftir að bæði Svíar og Finnar gengu í ESB. Skýrr stofnar fyrirtæki í Eistlandi Fyrir einu ári ákvað Skýrr í samvinnu við Tölvumiðstöð sveit- arfélaga í Finnlandi og Tölvumið- stöð eistneska ríkisins að kanna hagkvæmni þess að stofna saman fyrirtæki í Eistlandi sem sérhæfði sig í tölvuþjónustu við sveitarfélög þar í landi. Seinna bættist Sam- band borga í Eistlandi í hópinn. Norræni Verkefnaútflutningssjóð- urinn styrkti könnunina. Niður- staða könnunarinnar var sú að hag- kvæmt væri að stofna slíkt fél- ag.Mun félagið taka til starfa um næstu áramót. Skýrr er það mikill styrkur að ganga til samstarfs við önnur og stærri fyrirtæki sem eru á staðnum eða þekkja vel til í Eist- landi. Auk þess eru Finnar í ESB sem opnar ýmsa möguleika sem Skýrreinu byðust ekki. Allar líkur eru á að þetta félag hasli sér líka völl í nálægum löndum. Skýrr er brimbrjótur Þátttaka Skýrr í félaginu í Eist- landi opnar fyrirtækinu leið inn á nýja markaði fyrir þekkingu sína og reynslu og hugbúnaðarlausnir. En þátttakan getur líka opnað fleir- um leið. Skýrr hefur samið við nokkra íslenska framleiðendur hugbúnaðar um að koma þeirra lausnum líka á framfæri í Eistlandi. Með þessu móti er Skýrr virkari þátttakandi í eistneska félaginu en ella og íslensku samstarfsaðilarnir fá tækifæri sem þeim stæði annars ekki til boða. Slíkt samstarf er því hagkvæmt fyrir alla. Islenski markaðurinn er mjög lítill og margir um hituna. Margir eru að slást um sömu bitana sem enginn verður feitur af. Menn verða því að horfa yfir hafið í allar áttir. Þar er ýmislegt bitastætt í boði sem er þess virði að sækjast eftir. Þar er vaxtarbroddurinn fyrir íslensk. fyrirtæki. En liðsinni hins opinbera getur skipt sköpum. Margskonar þekking og reynsla sem getur í sumum tilfellum verið lykillinn að markaðinum er fyrir hendi í íslenskri opinbená stjórn- sýslu, í ríkisfyrirtækjum eða fyrir- tækjum í eigu hins opinbera og rannsóknarstofnunum. Þessaaðila þarf að hvetja til að vera virkir þátttakendur. Vænlegasttil árang- urs er samstarf þeirra eða við fyrir- tæki í einkaeign. 1 þessu tilfelli skiptir ekki meginmáli hvaðan gott kemur. Það er árangurinn sem skiptir máli. Jón Þór Þórhallsson er forstjóri Skýrr Punktar ... Lögfræðideildin I framhaldi af nýlegri um- ræðu um tölvu(van-)búnað Lögfræðideildar Háskóla íslands er vert að benda á hvað hefur verið gert í Stokkhólms- háskóla. Þar var nefnilega fest kaup á 32 pentium tölvum, tölvuskjávörpum, liljóðkorlum og svo framvegis fyrir nem- enduma! Það er til þess að þeir geti lært að nota ýmsa gagna- grunna og forrit sem til eru á þeirra sviði. Prófessorar hafa sjálfir yfír að ráða nægjanlega öflugum búnaði. Punktar ... Fjarvinnsla á fatnaði Nú geta konur í sumum löndum fest kaup á gallabux- um frá Levi’s samkvæmt máli. Gallabuxnaframleiðandinn hefur fest kaup á sérstökum búnaði til þessa. Málin eru tekin í næstu búð og síðan send um tölvu- samband til verksmiðju þar sem buxumar eru sniðnar beint með laser-skurðvél. Afhend- ingartíminn er tvær vikur. Stefnt er að því að karlmenn geti einnig nýtt sér þessa þjón- ustu fljótlega. En best væri ef hægt verður að taka málin sjálfur heima hjá sér og senda þaubeint!? Rafeindarusl Á síðasta ári var stofnuð nefnd á vegum ESB sem skyldi koma með tillögur um það hvemig á að losna við ónýtar tölvur og fleira rafeindarusl. Lögð var mikill áhersla á að fundnar væru lausnir á þessu sem allra fyrst. Eftir fimmta og síðasta fundinn sem haldinn var í Róm var niðurstaðan sú að ekkert samkomulag náðist. Ekki verður því um sameiginlega stefnu að ræða fyrr en í fyrsta lagi 1999. Á hverju ári þarf að losna við 10 milljón tonn af rusli. Sumt er reyndar tekið í sundur og að hluta til nýtt til dæmis er nokkuð uni að notað er gull í leiðara. 34 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.