Tölvumál


Tölvumál - 01.11.1995, Blaðsíða 21

Tölvumál - 01.11.1995, Blaðsíða 21
Nóvember 1995 Upplýsingaiðnaður sem atvinnugrein Eftir Þorstein Garðarsson Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðinn stór, er spuming sem flestir hafa líklega einhvem tíma verið spurðir. Okkur sem nú erum á miðjum aldri, hefði semiilega síst dottið í hug á æskuárunum að nefna upp- lýsingatækni sem starfsvettvang, þessi atvinnugrein var tæpast til og því fátt um fyrirmyndir. Það er bæði gömul og ný saga að tækni eyðir og skapar ný störf. Gott dæmi um þetta er prent- iðnaðurinn. Þar hafa mörg störf horfið vegna tæknibreytinga t.d. störf setjara. Annað dæmi er úr fjarskiptageiranum, loftskeyta- menn sem áður fyrr var allfjölmenn stétt, er tæplega til í dag. Og svona mætti lengi telja. Á sama tíma hafa orðið til fjöl- mörg ný störf, sérstaklega í upplýs- ingaiðnaðinum. Um þessar mundir er talið að milli 4000 og 5000 störf séu í upplýsingaþjónusta á fslandi. Tölvumarkaðurinn er talinn velta um f f milljörðum á ári, hérlendis. Eitt af sérkennum upplýsinga- iðnaðarins er að hann snertir allar atvinnugreinar. Upplýsingatæknin mun fækka störfum jafnt í fram- leiðslu sem í þjónustugreinum. En á sama tíma skapar hún ný störf, stóra spurningin er; getur upplýs- ingatæknin skapað fleiri störf en hún eyðir? Drifkraftar Mcgindrilkraftar í atvinnulífinu eru: pólitík, efnahagsþróun, tæknibreytingar og þjóðfélagslegir þættir. Ef við lítum nánar á þessa þætti út frá upplýsingatækninni, er nokkuð ljóst að hraði tæknibreyt- inganna er nú sem aldrei fyrr. Líf- tími vöru og þjónustu styttist sí- fellt, sem aftur gerir miklar kröfur um að menn veðji á réttan hest við þróun á nýrri vöru. Örar tækni- breytingar þýða að okkur gefst sífellt minni tími til að setja okkur inn í nýja hluti og þjálfa fólk til nýrra starfa. Þjóðfélagslegar breytingar vegna upplýsingatækninnar eru miklar og munu verða gífurlegar. Vinnumunstur breytist sem og bú- seta, en líklega er mesta hættan á að tvær þjóðir myndist í landinu, þ.e. þeir sem kunna að nýta sér möguleika UT og hinir sem sitja hjá. Mjög brýnt er að bregðast við þessu í tima og skapa helst öllum möguleika á að verða þáttakendur í upplýsingaþjóðfélaginu. ÁhrifUT á efnahagsþróun og samkeppnishæfni fyrirtækja er gífurleg og ganga sumir svo langt að segja að UT sé forsenda fyrir samkeppnishæfni atvinnulífsins. Markmiðið hlýtur að vera að búa svo um hnútana í okkar smáa þjóðfélagi að fyrirtækjaumhverfið nýti sér til fullnustu möguleika UT. Ég tel að einstakir möguleikar séu hér fyrir hendi vegna smæðar samféiagsins, að búa til skilvirkt upplýsingaflæði á milli fyrirtækja, stjórnsýslunnar og einstaklinga. Hvað varðar pólitíska þáttinn að þá skiptir sköpum að stjórn- málamenn marki skýra stefnu fyrir upplýsingaþjóðfélagið og þannig sé haldið á lagasetningu að ekki sé um óþarfar hindranir að ræða við að nýta UT. En eftir sem áður verður að tryggja að öryggis við meðferð persónulegra upplýsinga verði ávallt gætt í hvívetna. Landslið fyrirtækja Eitt megimnarkmið allra stjóm- málaflokka er að auka atvinnu og talið að skapa þurfi 12.000 ný störf til aldamóta. Á sama tíma er ljóst að UT mun fækka störfum í flest- um atvinnugreinum, en eins og áður segir skapar UT mörg ný störf. Fyrir okkur íslendinga skiptir því sköpum að við náum að gera upplýsingaiðnaðinn að atvinnu- grein, sem geti fyllt í þau skörð sem myndast og gott betur. Við verðum að gæta sérstaklega að því að verða ekki „viðgerða- grein“ þ.e. að okkar framlag verði einungis að flytja inn erlendan hugbúnað, þýða hann og þjónusta. Þvert á móti verðum við að kapp- kosta að búa til okkar eigin hug- búnað og freista þess að gera hann jafnframt gjaldgengan á öðrum mörkuðum. En hverj ir em möguleikar okkar á að vera virkir í upplýsingaiðnaði? Upplýsingaiðnaður lýtur sömu lögmálum og aðrar atvinnugreinar. Fyrirtæki geta keppt út frá hag- kvæmni stærðarinnar eða aðgrein- ingu. Þannig er nánast um tómt mál að tala að við getum keppt í að búa til; vélbúnað, ritvinnslukerfl, stýri- kerfi eða töflureikna. Aftur á móti höfum við alla burði til að keppa á mörkuðum þar sem þörf er á sértækum lausnum, eins og dæmin sýna. Tölvumál - 21

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.