Tölvumál


Tölvumál - 01.11.1995, Blaðsíða 13

Tölvumál - 01.11.1995, Blaðsíða 13
Nóvember 1995 Er þjóðfélagið markaðsvara í upplýsingaiðnaði? Eftir Stefán Ingólfsson Hér á landi er að finna mikla þekkingu á gerð upplýsingakerfa fyrir opinbera þjónustu. Kerfi sem hér eru framleidd kosta aðeins brot af þeirri fjárhæð sem menn eiga að venjast í grannlöndunum. Þrátt fyrir það eru íslensku kerfm ekki lakari. 1 heiminum er nú vaxandi markaður íyrir ýmisskonar opinber upplýsingakerfi. Á þessu sviði eigum við ómæld ónotuð sóknar- færi. Upplýsingakerfi framleidd hér á landi geta bæði verið full- komnari og betri en kerfi framleidd í ijölmennari löndum en þó jafn- framt einfaldari. í þjóðfélagi okkar eru aðstæður sem nýta má til að framleiða verðmæta útflutnings- vöru í upplýsingaiðnaði. Á vissan hátt er það sala á þjóðfélaginu sjálfu. Samkeppnishæfir á vaxandi markaði Sérstöðu íslenska þjóðfélagsins má selja á alþjóðlegum markaði fyrir upplýsingakerfi. Á reynslu okkar og þekkingu má byggja verðmæta útflutningsvöru. Margar þjóðir vantartil dæmis virðisauka- skattskerfi en við höfum einmitt nýlega byggt upp þannig kerfi. Möguleikar okkar eru breytilegir eftir málaflokkum. Nokkrir eru sérlega vænlegir. íslenska heil- brigðiskerfíð er til dæmis með því besta sem þekkist og fjöldi útlend- inga kemur árlega til að kynna sér það. Skortur er í heiminum á upp- lýsingakerfum lyrir heilsugæslu og heimilislækna. Þau kerfi sem fram koma á þessu sviði í heiminum eru almennt dýr og flókin auk þess að heildarsýn skortir oft í kerfín. Þekkingu okkar á þessu sviði má selja sem háþróuð upplýsingakerfi og ráðgjöf. Verðmæti upplýs- ingakerfanna byggist fyrst og fremst á þeirri læknisfræðilegu og stjórnunarlegu þekkingu sem liggur á bak við gerð þeirra. Hana verður síðan að tengja því nýjasta í upplýsingatækni. Við búum við fullkomna heilsugæslu með vel menntuðu starfsfólki. Stærð heilsu- gæslukerfisins í landinu er ekki meiri en svo að ekki er erfítt að kortleggja alla upplýsingamiðlun og aðgerðir. Mikill og vaxandi markaður er í heiminum fyrir ólík opinber upplýsingakerfi og ráðgjöf um notkun tölvuvæddrar upplýs- ingatækni á þessu sviði. I umróti síðustu ára hafa margar þjóðir öðlast frelsi. Þeirra bíður til dæmis að byggja upp nútímaþjóðfélag. Það gerist ekki án umtalsverðrar tölvuvinnslu. Hér má til dæmis nefna á annan tug þjóða í Evrópu. Fyrir þessi ríki er mun vænlegra að taka upp tiltölulega einföld og auðskiljanleg upplýsingakerfi frá íslandi en margflókin kerfi fjöl- mennari ríkja. Ef til vill eru þó okkar bestu tækifæri á sjálfstjórn- arsvæðum í okkar heimshluta á borð við Færeyjar, Grænland og nyrstu héruð Kanada. Sjálfstjórn- arsvæðin hafa eigin stjóm á mörg- um málaflokkum og svipar að- stæðum víða til þess sem hér gerist. íslensk fyrirtæki ættu að hafa góða samkeppnisstöðu á þessum svæð- um. Þau bjóða ódýra þjónustu og hafa þekkingu hér heima á aðstæð- um sem svipar til þess sem víða gerist í fámennari hémðum stærri þjóða. Hinar stóru opinberu reikn- imiðstöðvar á Norðurlöndum hafa um áratugaskeið einokað verkefni fyrir bæjarfélög í þessum löndum. Með tilkomu EES og inngöngu í ESB verður að reikna með að markaður fyrir upplýsingakerfí sveitarfélaga á Norðurlöndum opnist. Á þessum markaði ættu íslensk fyrirtæki að geta keppt með árangri. Sérstaklega á það við um minni sveitarfélög. Kostnaður 80% lægri en erlendis Hér á landi hafa verið gerð tölvukerfí fyrir opinbera þjónustu sem ekki standa erlendum kerfum að baki. Það vekur hins vegar at- hygli að íslensku kerfin eru miklu ódýrari en hliðstæð kerfí í grann- löndunum. Þegar rætt er við er- lenda sérfræðinga um kostnað við gerð opinberra kerfa eru þeir mjög vantrúaðir á fullyrðingar okkar um kostnað. Dæmin eru hins vegar svo mörg að nánast er um reglu að ræða. Mörg dæmi má nefna um að íslensk kerfi séu 80%-90% ódýrari en tilsvarandi kerfí í Skandinavíu. Taka má dæmi úr heilsugæslu. Fyrir fáum árum mátti lesa í blöðum að þróun á norsku tölvu- kerfi fyrir heilsugæslustöðvar, Nora, hefði stöðvast vegna erfíð- Tölvumál - 13

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.