Tölvumál


Tölvumál - 01.11.1995, Síða 32

Tölvumál - 01.11.1995, Síða 32
Nóvember 1995 sýslu þar í landi, bæði samtengds heildarkerfis og eins einstakra þátta þess. íslensku Landskerfin hafa verið fyrirmyndin svo og heildarupplýsingakerfi íslenska ríkisins, sjá mynd 1, en Lands- kerfin hvert út af fyrir sig og eins sem heild eru burðarás íslenskrar stjómsýslu. Þessi lausn hefurfallið Eistlendingum mjög vel og er unnið að því að innleiða hana þar í landi. BÁR til Eistlands Fljótlega kom í ljós að Bók- halds- og áætlanakerfi ríkisins, BÁR-ET, féll mjög vel að því tækniumhverfi sem Eistlendingar höfðu byggt upp og lýst var að ofan. Auk þess passaði kerfið vel við bókhaldslykil eistneska ríkis- ins, sem hafði íslenska lykilinn að fyrirmynd. Því var ákveðið að setja BÁR-ET upp í nokkrum ráðuneyt- um, stofnunum og sveitarfélögum í Eistlandi. Skýrr, Ríkisbókhaldið og Tölvumiðstöð eistneska ríkisins stóðu sameiginlega að því að framleiða útgáfu kerfisins á eistn- esku ásamt vandaðri handbók. Ríkisbókhaldið og Skýrr sá um þjálfun starfsmanna bæði í bók- haldi og notkun BÁR-ET . Við- brögð Eistlendinga voru mjög já- kvæð, þeim fannst bæði auðvelt að læra á kerfið og nota það. í fram- haldi af þessu hefúr verið tekin sú ákvörðun að BÁR-ET verði til að byrja með tekið í notkun hjá öllum sveitarfélögum og héraðsstjómum í Eistlandi sem eru hátt í 300. Ekkert bendir til annars en að BÁR-ET geti þjónað einkafyrir- tækjum í Eistlandi líka. Hvað er verið að flytja út? Við fyrstu sýn virðist hér vera um útflutning á hugbúnaði að ræða. Við nánari athugun kemur í ljós að hér er um miklu meira en hugbúnað að ræða. í raun er verið að flytja út hluta af íslenska upp- lýsingasamfélaginu með öllu sem því fylgir. Þar vegur þekking þungt. Þekking á opinberri stjórnsýslu Hér er átt við breiða og víðtæka þekkingu á því hvemig opinberri stjórnsýslu er háttað á Islandi. Þessi þekking er einkum íyrir hendi í ráðuneytum. Fjármálaráðuneytið hefur lagt sitt fram hvað þetta varðar. Þekking á einstökum þáttum opinberrar stjórnsýslu Þessa þekkingu er að fmna í einstökum stofnunum ríkisins og hjá sveitarfélögum. Hér er um þekkingu á lögum og reglugerðum að ræða, auk þekkingar á verkferl- um og verklagsreglum sem notaðar eru í opinberri stjórnsýslu. Sam- starfið við Ríkisbókhaldið er dæmi um þennan þátt. Þekking á upplýsinga- tækni og notkun hennar í opinberri stjórnsýslu Þessi þekking er hjá Skýrr og hjá einstökum stofnunum og sveit- arfélögum, auk þess hjá hugbún- aðar- ogtölvuþjónustufyrirtækjum sem hafa sérhæft sig á þessu sviði. Hugbúnaðarkerfi Kerfin þurfa að vera til í erl- endri útgáfu og helst á ensku ásamt tilheyrandi kennsluefni.Sem dæmi má nefna BÁR-ET, sem var greint og hannað af Ríkisbókhaldi og Skýrr í sameiningu en forritun keypt að hjá undirverktaka. Verkefnastjórnun Lönd eins og Eistland þurfa á næstu árum að taka heljarstökk hvað notkun upplýsingatækni í opinberri stjómsýslu varðar. Ferli sem tekið hefur Vesturlönd um 20 ár eða lengur að þróa, þurfa þessi lönd að þróa á miklu skemmri tíma. Og vandamálin eru miklu frekar stjómunarlegs eðlis en tæknilegs eðlis. I þessum löndum er líka verulegur skortur á fólki með reynslu í stjórnunarstörfum al- mennt og sérstaklega í stjórnun stórra og flókinna verkefna. Skýrr hefur tekið þátt í stjómun slíkra verkefna í Eistlandi og tekið þátt í stefnumótun fyrir heildarupplýs- ingakerfi fyrir eistneska opinbera stjómsýslu. Hvað hefur reynslan í Eistlandi kennt okkur? Reynsla undanfarinna tveggja ára sýnir að erlend opinber fyrir- tæki eða fyrirtæki í eigu hins opin- bera njóta trausts í þessum löndum af sögulegum ástæðum. Ennfremur að sú þekking og reynsla sem þess- ar þjóðir sækjast eftir er nátengd starfsemi hins opinbera og einnig starfsemi fyrirtækja eins og Skýrr sem hefur sérhæft sig í þjónustu við opinbera stjórnsýslu í meira en 40 ár. En ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið. Það tekur langan tíma, miklaþolinmæði og verulega ijármuni til að ná fótfestu í þessum löndum. Nú eru rúmlega tvö ár síðan Skýrr hóf að starfa í Eist- landi. Og það er aðeins búið að brjóta ísinn. Allt annað er eftir. Ennfremur má ekki gleyma að samkeppnin er afar hörð og kemur víða að. Keppinautar Skýrr í Eistlandi hafa einkum verið Svíar og Finnar, auk annarra landa Efna- hagsbandalagsins. ESB hefur reitt fram mikið fé til stuðnings Eystra- saltslöndunum og í PHARE verk- efninu lætur ESB mikið til sín taka 32 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.