Tölvumál


Tölvumál - 01.11.1995, Side 22

Tölvumál - 01.11.1995, Side 22
Nóvember 1995 Ég tel reyndar að við getum gert enn betur með því að búa til einskonar landslið fyrirtækja og stofnana. í þessu landsliði þurfa að vera fyrirtæki sem búa yfír mismunandi kjamaþekkingu (core competence), dæmi um það er þekking á mis- munandi tölvuumhverfum, forrit- unarmálum, gagnagrunnum, stöðl- um o.s.frv. Skýrr er t.d. eitt fárra fyrirtækja hér á landi sem hefur þekkingu á móðurtölvuumhverfi og rekstri stórra kerfa á landsvísu. Þessi þekking hefur leitt til sam- vinnu við fyrirtækið Fjarhönnun ehf. um rekstur, þróun og útflutn- ingi á margmiðunarkerfinu, Aski. Hér er um samstarfsverkefni að ræða þar sem verkaskipting fyrir- tækjanna byggist á kjamaþekkingu hvors aðila. Án efa er hægt að nefna fleiri slík dæmi, en megin- málið er að við þurfum að vera mjög vakandi fyrir þeim mögu- leikum sem geta falist í samstarfi ólíkra fyrirtækja og vera þannig fær um að skapa nýja vöm sem við hefðum ekki getað búið til ein og sér. Kröfur til starfsmanna I upphafi var upplýsingaiðn- aðurinn fyrst og fremst grein tæknimanna. Forsenda þess að fólk gæti haslað sér þar völl var mennt- un á tæknisviði svo sem verkfræði, tæknifræði, tölvunarfræði o.s.frv. Fagið gerði og gerir einnig miklar kröfur um skipulags- og sam- skiptahæfileika. Þegar atvinnugreinar þróast og þroskast vakna nýjar kröfur um starfshæfni t.d. varaðandi grafíska hönnun, auga fyrir stíl og útliti, margmiðlunarþekkingu, markaðs- og söluhæfíleika. Þetta gerir einnig nýjar og breyttar kröfur til mennta- kerfísins til dæmis væri ekki fráleitt að taka upp nám í Myndlista- skólanum í hönnun og útliti skjá- mynda. Starfsmenn þurfa einnig stöðugt að þjálfa sig í nýjum vinnu- brögðum, gæðakerfi gerat.d. nýjar kröfur svo maður tali nú ekki um tæknibreytingarnar. I sannleika sagt þurfa menn stöðugt að svara spumingunni um hvað þeir ætli að verða þegar þeir verða stórir. Þorsteinn Garðarsson er framkvœmdastjóri hugbunaðar- og markaðssviðs Skýrr Dæmi um stefnumörkun opinbers aðila í upplýsingamálum Menntamálaráðherra hefur ákveðið að mótuð verði stefna í upplýsingamálum fyrir menntamálaráðuneytið. I þessum tilgangi hafa verið skipaðar þrjár nefndir á vegum menntamálaráðuneytisins, en þær era: 1. Nefnd um upplýsinga- stefnu á sviði menntamála Hlutverk neíhdarinnar er að koma með tillögur um stefnu stjórnvalda er stuðlað geti að aukinni notkun nútíma upp- lýsingatækni til hagsbóta fyrir menntun í landinu. Nefndinni er meðal annars ætlað að fjalla um nám í tölvufræðum eða upplýsinga- málum, fjarkennslu, aðbúnað skóla, kennslugögn í marg- miðlunarformi, hugbúnað o.s.frv. 2. Nefnd um upplýsinga- stefnu á sviði menningarmála Hlutverk nefndarinnar er að koma með tillögur um stefnu stjómvalda er stuðlað geti að aukinni notkun nútíma upp- lýsingatækni til hagsbóta fyrir menningarlífið í landinu. Nefndinni er meðal annars ætlað að fjalla um hvernig menningarstofnanir geti al- mennt fært sér upplýsinga- tæknina í nyt, um gagnsemi margmiðlunar fyrir menning- arstarf, aðgang almennings að tölvutækum upplýsingum, áhrif þessa nútímasamskipta- máta á íslenskt mál, fjölmiðla og umhverfi þeirra o.s.frv. 3. Nefnd um innanhús- málefni ráðuneytisins, vörslu upplýsinga og gagnabanka Hlutverk nefndainnar er að móta almenna stefnu fyrir ráðuneytið sjálft um upplýs- ingamál, þar með talið um gagnabanka á sviði mennta- og menningarmála, um úrvinnslu, vistun og miðlum upplýsinga, samstarf við aðila sem tengjast upplýsingamálum ráðuneytis- ins og útgáfúmálum, o.s.frv. Nefndirnar eiga allar að koma með tillögur um aðgerðir og forgangsraða þeim verk- efnum sem þær telja mikil- vægust á hverju sviði. Gert er ráð fyrir að tillögum verði skilað til menntamála- ráðherra fyrir lok ársins. 22 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.