Tölvumál


Tölvumál - 01.11.1995, Blaðsíða 25

Tölvumál - 01.11.1995, Blaðsíða 25
Nóvember 1995 Upplýsingatækni í atvinnulífinu Þróun hennar og möguleikar Eftir Þorkel Sigurlaugsson Það er ekki ýkja langt síðan eini kosturinn fyrir þann, sem ætlaði að kaupa sér tölvu eða eitthvað annað og vildi sjá gripinn, var að bregða sér út í búð. Nú á tímum má eins vel gera þetta með því að fletta upp upplýsingum á Intemetinu og panta vöruna í gegnum Vefmn, og í fram- tíðinni að greiða hana með því að nota kreditkort, debitkort eða millifærslu af bankareikningi. Verslun í gegnum tölvunet er ekki enn orðin algeng, en þess er ekki langt að bíða að svo verði. Hér á landi hefur almennt verið mikill áhugi fyrirtækninýjungum. Sérstaklega er þetta áberandi á sviði tölvu- eða upplýsingatækni. Fullyrða má að atvinnulífið er mjög framarlega, ef ekki í fremstu röð að nýta tölvutæknina og fjár- fest hefur verið gífurlega mikið á þeim vettvangi á undanförnum árum. En það má gera enn betur og auka framleiðni til mikilla muna og breyta gangi mála með upp- lýsingatækninni. Framan af var hugbúnaðar- iðnaður yfirleitt einungis þáttur í öðrum iðnaði, t.d. í framleiðslu stýrikerfa í fiskvinnslu eða iðnaði. Á undanförnum árum, einkum á síðasta áratug hefur hugbúnaðar- iðnaður verið í þróun hér á landi sem sjálfstæð atvinnugrein og út- flutningur á sjálfstæðum hugbún- aði er vaxandi. Hugtakið hugbún- aður verður sífellt víðtækara og upplýsingatæknin teygir anga sína víða. Þróunarskeið tölvutækninnar Fyrstu kynni mín af tölvu voru í Hagaskólanum þegar ég var þar við nám í lok sjöunda áratugarins. Það var nokkurn veginn á sama tíma og tölvunotkun var að hefjast í atvinnulífinu hér á landi. Þá stóðu þjónustufyrirtækin Eimskip og Verslunarbanki Islands saman að rekstri tölvu af gerðinni IBM 360. Það segir sögu síns tíma að Eim- skip og Verslunarbankinn létu sér nægja eina tölvu, sem fyrirtækin nýttu sér sameiginlega en hún hafði þó mun minni vinnslugetu en nútíma einkatölva. Þróun tölvu- og hugbúnaðar- mála má skipta í nokkur tímabil. • Tölva sem rafreiknir Fyrsta tímabilið, frá sjöunda áratugnum og fram undir 1980, einkenndist af sterkri stöðu stórtölvuframleiðenda á borð við IBM, DEC og Wang. Þá gat ekki heitið að til væri hugbún- Frh. af fyrri síðu hver vaxtabroddur atvinnutæki- færa muni verða. Allt byggist þetta þó á þekkingu og hugviti og munu þau þjóðfélög bera mest út býtum sem fremst standa í því að nýta þær auðlindir. Evrópusambandið hefur lagt mikla áherslu á framgang upplýs- ingatækninnar og miklum íjár- munum hefur verið og mun verða varið í verkefhi tengd henni. í fram- haldi af því hafa flest Evrópulönd unnið markvisst að stefnumörkun síns lands á sviði upplýsingatækni. Þessi lönd hafa gert sér grein fyrir mikilvægi slíkrar vinnu því for- senda framfara og nýsköpunar í iðnaði er að leikreglunar séu skýrar og sanngjarnar. Mikilvægt er að íslensk stjórn- völd skilgreini lög og reglur fyrir upplýsingaþjóðfélagið. Þróa þarf lög og reglur um verndun persónu- upplýsinga, eignarétt hugverka, fjarskiptamála, skatta- og tolla- mála, menntamál og yfirleitt allra þeirra þátta starfsskilyrða sem upplýsingatæknin mun snerta. I stefiiuyfirlýsinguríkisstjómarinnar kemur fram að áhersla verði lögð á stefnumörkun og framgang upp- lýsingatækninnar í samvinnu við atvinnulífið. Lítið hefur enn orðið um framkvæmdir þó að þörfin sé brýn. Stjórnvöld verða tafarlaust að marka stefnu í þessum málum þannig að fyrirtækin geti í ljósi hennar mótað sína eigin stefnu og byggt sig upp. Guðmundur Asmunds- son, Samtökum iðn- aðarins Tölvumál - 25

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.