Tölvumál


Tölvumál - 01.11.1995, Blaðsíða 26

Tölvumál - 01.11.1995, Blaðsíða 26
Nóvember 1995 aðarfyrirtæki hérlendis. Þó voru nokkur að byrja svo sem Iðntækni og Tölvumiðstöðin en bæði þessi fyrirtæki voru stofn- uð um miðjan áttunda áratug- inn. Á þeim tíma, það er fram til 1980, var fyrst og fremst Iitið á tölvur sem skrifstofu- tæki til að auðvelda bókhald, launaútreikninga og reikn- ingaútskrift. • Hugbúnaður skiptir máli Um 1980 varð breyting á. Hugbúnaðarfyrirtæki eins og Kerfí, Þróun, Rekstrartækni og síðar Islensk forritaþróun efld- ust mjög og urðu all umfangs- mikil. Þessi fyrirtæki, t.d. Rekstrartækni, ráku eigin tölvur og seldu fyrirtækjum, meðal annars mörgum sjávar- útvegsfyrirtækjum Ijarvinnslu, með eigin tölvubúnaði. Þessi fyrirtæki fóru einnig að sér- smíða íslenskan viðskipta- hugbúnað og þá varð til hug- búnaður eins og Alvís. System 34 og 36 tölvumar frá IBM og einnig DEC vélar voru alls- ráðandi og hugbúnaðarfram- leiðendur og seljendur lögðu mikla áherslu á að fá að þjóna þeim stóru. Mönnum var að byrja að verða ljóst mikilvægi tölvuvinnslunnar sem stefnu- markandi þáttar í rekstri fyrirtækja og að hugbúnaður skiptir þar miklu máli. Þróun tölvumála varð að vera hluti af stefnumörkun fyrirtækja á hinum ýmsu sviðum. Enn var þó ekki litið á upplýsinga- tæknina sem drifkraft að breytingum á fyrirtækjum. • Einkatölvan kemur Um miðjan níunda áratuginn, eða fyrir nálega tíu árum, kom einkatölvan frá Apple og síðan PC tölvan til sögunnar af alvöru í atvinnulífmu. Þá verða á ný kaflaskil. Reyndar hafði einka- tölvan komið fram nokkru áður og um mitt ár 1991 þróaði Eim- skip ljárhagsáætlunarkerfi á Apple tölvu, sem var fyrsta tölvuvædda áætlanakerfi fél- agsins. Sú tölva var 48 K og kostaði að núvirði 750.000 krónur. Marga klukkutíma tók að gera breytingar á rekstrar- áætlun sem tekur brot úr mínútu í dag. Það er athyglisvert eftir á að hyggja, að farin skyldi þessi leið fremur en að búa til kerfi á stórtölvuna eða kaupa dýrt og þungt kerfi erlendis frá eins og sumir ráðgjafar lögðu til. Mörgum var orðið ljóst að oft var betra að þróa kerfi á einkatölvu þótt þær hefðu ekki sömu möguleika og í dag. Enn í dag er hugmyndafræðin úr þessu kerfi nýtt hjá félaginu. Um miðjan níunda áratuginn hófst fyrir alvöru þróun bók- halds- og viðskiptahugbúnaðar hér á landi og fleiri hugbúnað- arkerfa fyrir PC vélar. Um svip- að leyti kom System 38 og síðar AS 400 vélin frá IBM. Win- dows var ekki komið til sög- unnar en DOS stýrikerfi var almennt notað á PC vélar. Enn- þá var IBM talsvert ráðandi, en veldi þeirra fór minnkandi. IBM PC tölvur urðu þó staðall, en OS 2 stýrikerfið komst aldrei á flug. Á þessum tíma var mikill uppgangur hjá Digital-umboð- inu hér á landi, Islenskri forrita- þróun og nokkrum öðrum hug- búnaðarfyrirtækjum, sem voru með íslenskan hugbúnað. Að ýmsu leyti var þetta blómaskeið hugbúnaðarfyrirtækja, en sum fóru einnig illa út úr áhættu- sömum verkefnum. Fyrirtæki sem fjárfestu í stórtölvum eins og IBM 9370 áttuðu sig á því að UNIX tölvur urðu ofan á stuttu síðar. Menn voru farnir að sjá að tölvutæknin mundi breyta starfsemi fyrirtækja, en þeir áttuðu sig ekki enn á því hvernig sú breyting yrði. • Hópvinnukerfi - staðlaður hugbúnaður I byrjun þessa áratugar verða aftur enn ein kaflaskil þar sem einkatölvur tengjast saman á neti og hópvinnukerfi halda innreið sína. Einkatölvurnar verða sífellt öflugri og nýr öfl- ugur alþjóðlegur viðskipta- hugbúnaður nær miklum vin- sældum um allan heim. Nú hefst blómaskeið hinna stöðl- uðu kerfa. Windows fer að ná sér á strik. UNIX verður að viðurkenndum staðli. Þetta hefur breytt stöðu og rekstri hugbúnaðarfyrirtækja hér á landi. Sum gömul og rótgróin hugbúnaðarfyrirtæki staðna en ný koma til sögunnar. íslensk fyrirtæki munu héðan í frá ekki þróa frá grunni viðskiptahug- búnað og önnur kerfi, heldur aðlaga erlendan hugbúnað eða staðlaðar lausnir að íslenskum aðstæðum. Það er einmitt það sem hefur einkennt undanfarin ár með ritvinnslukerfum, Fjölni, Concord, Lotus Notes og öðrum sambærilegum hug- búnaði. Hins vegar munu íslensk fyrirtæki, þar með talin hugbúnaðarfyrirtæki, vinna að sérhæfðum lausnum á sviði sjávarútvegs, heilbrigðismála, bankastarfsemi og flutninga- starfsemi, svo dæmi séu nefnd. Fyrirtæki sem vinna að gerð vinnslukerfa og tækjabúnaðar til fiskveiða og vinnslu svipað og Marel, byggja nú að stórum hluta á hugbúnaði og nýtingu tölvutækninnar. Skemmtana- iðnaðurinn, meðal annars kvik- myndagerð og tölvuleikir nýta hugbúnað og er fyrirtækið OZ dæmi um hvaða árangri má ná hér á landi. Menntun byggir í vaxandi mæli á nýtingu upplýs- 26 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.