Tölvumál - 01.03.1996, Síða 12
Mars 1996
Upplýsingakerfi Landsbókasafns Islands
- Háskólabókasafns
Eftir Þorstein Hallgrímsson
Hér á eftir verður gerð nokkur
grein fyrir upplýsingakerfi Lands-
bókasafns íslands - Háskólabóka-
safns (Lbs.) en einnig verður drep-
ið á ýmsa aðra þætti sem skipta
máli svo sem hlutverk safnsins,
safnkostinn, samskipti við Háskól-
ann o. fl.
Hlutverk og
safnkostur
Landsbókasafn Islands - Há-
skólabókasafn var stofnað 1.
desember 1994 við sameiningu
Landsbókasafns íslands sem stofn-
að var 1818 og Háskólabókasafns
sem stofnað var 1940. í lögum um
safnið er kveðið á um að safnið sé
í senn þjóðbókasafn íslendinga og
bókasafn Háskóla íslands og
hlutverk safnsins er m.a. að:
• sinna þörfum kennslu og
rannsóknarstarfsemi í Háskóla
Islands
• viða að sér gögnum í prentuðu
formi eða á öðrum miðlum og
búa þau í hendur notendum
• þaulsafna íslenskum gögnum
og tryggja viðhald og varð-
veislu safnkostsins
• varðveita handritasöfn
• gera skrár um íslenskar bækur,
handrit og hljóðrit
• starfrækjalandsskrifstofufyrir
alþj óðabókanúmerakerfi
• halda uppi bókasafns- og
upplýsingaþjónustu í þágu
atvinnuvega, stjórnsýslu og
rannsókna
• gefa safngestum kost á vinnu-
aðstöðu og greiðum aðgangi að
safngögnum
• starfrækja samskrá bókasafna
• stuðla að fræðslu og menning-
arstarfsemi.
Það sést af þessu að hlutverk
safnsins eru margþætt og safnkost-
urinn þ.e. bækur, blöð, tímarit,
handrit, landakort, geisladiskar,
myndbönd og fleira endurspeglar
það.
Þjóðbókasafnshlutverkið er
m.a. uppfyllt með því að lög um
skylduskil kveða á um að 3 eintök
af öllu prentuðu efni og 2 eintök
af öllum hljóðritum (geisladiskum,
snældum, plötum) sem gefið er út
á Islandi afhendist safninu. Safiiinu
ber að varðveita þetta efni um
ókomna tíð og veita aðgang að því.
Þetta er mikið magn (t.d. allir aug-
lýsingabæklingar, plaköt og fleira
í þeim dúr) og það er mjög mikil
vinna að fylgja því eftir að þetta
efni berist og að skrá það í bóka-
safnskerfi safnsins.
Safnið á einnig mikið safn
handrita og bréfa. Flest skinnhand-
rit og elstu íslensku handritin eru í
Árnastofnun en elsta handritsbrot
Lbs. er frá því um 1100. Megnið
af handritunum er frá síðari öldum
þ.e. 17. öld en einkum 18. og 19.
öld, og alltaf bætist við. Þar er að
finna mikinn fróðleik sem aldrei
hefur birst á prenti og gefur oft
mjög góða innsýn í kjör og daglegt
líf fólks á fyrri tímum og er
ómetanleg heimildauppspretta fyrir
alla sem stunda rannsóknir er
tengjast íslenskum efnum og sér-
staklega íslensku máli, bókmennt-
um og sögu.
Sem háskólabókasafn þarf
safnið að hafa á boðstólum mikið
af bókum og handbókum um fjölda
efna og sérstaklega mikið úrval af
tímaritum. Ennlfemur er mikil þörf
fyrir upplýsingar um bækur, grein-
ar og ritgerðir sem til eru erlendis.
Þetta efni er núorðið að mestu á
geisladiskum og er talsvert af þeim
til á safninu.
í safninu eru nú um 750.000
bindi þ.e. flest allar íslenskar bæk-
ur frá upphafi prentunar, tímarit
og dagblöð en stærstur hluti safns-
ins er þó erlent efni. Einnig eru
skráð um 15.000 handritanúmer en
þar sem oftast eru mörg handrit eða
bréf innan hvers númers þá er
raunverulegur fjöldi miklu meiri.
Þjóðarbókhlaðan
Lbs. er til húsa í Þjóðarbók-
hlöðunni en einnig eru nokkur
smærri söfn staðsett í ýmsum
byggingum HÍ sem útibú. Þjóðar-
bókhlaðan var lengi í byggingu en
ákvörðun var tekin 1970, fyrsta
skóflustungan 1978 og flutt var í
bygginguna 1. des. 1994. Fram-
kvæmdum er þó enn ekki að fullu
lokið. Þessi langa byggingarsaga
hefur frá sjónarhóli tölvutækninnar
þann kost að hægt var að leggja
um alla bygginguna mjög gott og
fullkomið lagnanet fyrir tölvu-
vinnslu.
I Þjóðarbókhlöðu er safnkost-
urinn geymdur og einnig er mjög
góð aðstaða bæði fyrir starfsfólk
og safngesti. Stúdentar og háskóla-
starfsmenn eru mikill meirihluti
gesta en talsvert af almennum
borgurum sækir safnið. í safninu
eru um 700 lessæti og 26 les-
12 - Tölvumál