Tölvumál - 01.03.1996, Qupperneq 16

Tölvumál - 01.03.1996, Qupperneq 16
Mars 1996 stjórnað með valmyndum. Val- myndirnar eru nokkrar enda er mjög auðvelt að sníða þær að þeirri þjónustu sem boðin er á hverri tölvu. Mynd 2 sýnir algengustu valmynd á tölvum safngesta. Þróun Það er við hæfi að ljúka þessari grein með nokkrum orðum um hvert stefnir í upplýsingakerfum bókasafna og þá sérstaklega þjóð- bókasafna. Helstu atriðin eru eftir- farandi: 1. Að auðvelda aðgang að upp- lýsingakerfum safnanna með því að taka í notkun sérstakan biðlara/miðlara samskipta- staðal (Z39.50) fyrir bóka- safnskerfi og auka notkun á Alnetinu. (Samnetinu?) (Það er ótrúlegt að orðanefnd Skýrslutæknifélagsins ætli að guggna á því að þýða orðið Intemet). Z39.50 staðallinn er kominn í Gegni og biðlarahlutinn hefur þegar verið tekinn í notkun. Miðlarinn verður tekinn í notk- un í ár. A þessu ári verður unnið að því að tengja ýmsar upplýsingar við „heimasíðu“ safnsins og tengja hana bókasöfnum í Evrópu. „Heimasíða“ safnsins á bæði að vera aðgangur utan frá að upplýsingakerfi safnsins og öðrum kerfum sem safnið telur ástæðu til að tilgreina, og aðgangur frá safninu í upplýs- ingaveitur í öðrum löndum. Búast má við að stöðug þróun verði á tólum til að miðla og ná í upplýsingar á netinu og við verðum að vera viðbúin að breyta aðgangi eða framsetn- ingu til samræmis við það í framtíðinni. 2. Hingað til hafa upplýsingakerfi bókasafna aðallega veitt bók- fræðilegar upplýsingar um safnkostinn, þ.e. hvaða bækur em til, hvaða tímarit og greinar, hvaða bækur eru til eftir tiltek- inn höfund, hvar þetta efni er staðsett og fleira í þeim dúr. Nú eru söfn í auknum mæli að koma efm greina, tímarita, bóka og myndefhi svo sem kortum og ljósmyndum yfir á tölvutækt form með það í huga að veita aðgang að efninu um tölvunet. Lbs. er að vinna að tilrauna- verkefni á þessu sviði. 3. Nauðsynlegt er að vinna að því að bæta rafrænum gögnum/ skjölum við safnkostþjóðbóka- safnanna og veita aðgang að þessum safnkosti. Þess var getið í upphafi að á íslandi em lög um skylduskil á öllu útgefnu prentuðu efni og hljóðritum. I lögunum (sem em frá 1977) er ekki getið um myndefni svo sem myndbönd og þaðan af síður um marg- miðlunarefni eða annað tölvu- efni. Kvikmyndum ber að skila til Kvikmyndasafns íslands sem sér um varðveislu á þeim. Þetta er að sjálfsögðu mjög slæmt því enginn sér nú um að varðveita sumt af þessu efni og hætt er við að ýmislegt mark- vert glatist. I mörgum löndum t.d. á Norðurlöndum er unnið að nýjum lögum um þetta og Norðmenn samþykktu fyrir nokkru ný lög um skylduskil og eru þau mjög víðtæk. Þau ná til mest alls rafræns efnis sem gefið er út í Noregi, þ.e. marg- miðlunarefnis, forrita, gagna- grunna og margs fleira. Nauðsynlegt er að fara að undirbúa löggjöf um skylduskil á rafrænu efni. Það eru mörg vandamál sem þarf að leysa í þessu sambandi og eru þau bæði tæknileg og efnisleg. Nefna má: • Það þarf að ákveða hvemig eigi að velja rafræn skjöl og hvemig eigi að skrá þau. • F inna þarf aðferðir til öruggrar og hagkvæmrar langtíma- geymslu rafrænna gagna. • Taka þarf tillit til að varðveisla og aðgengi verða að fara saman frá upphafi. Hvemig Lbs. tekst að fylgja þessari þróun og veita notendum safnsins eins góða þjónustu og eðlilegt er fer að verulegu leyti eftir því hvaða fjárveitingar safnið fær og/eða hvort safninu tekst að út- vega nauðsynlegt fé til þróunar á annan hátt. Fjöldi þeirra atriða sem taka þarf tillit til er mikill og nauðsyn- legt er að skilgreina mörg þeirra miklu betur áður en lengra er haldið. Sérstaklega á þetta við allt sem tengist rafrænum safnkosti þ.e. varðveislu, skráningu, aðgengi og dreifmgu þessa efnis. Allt útlit er fyrir að þjóðbókasöfn neyðist til að velja úr útgefnu rafrænu efni það sem nefna mætt lágmarksefni eða einhverskonar samnefnara þessa efnis. Þorsteinn Hallgríms- son. Punktar... Netföng í símaskrána í næstu útgáfu símaskrár- innar geta þeir sem vilj a fengið skráð netfang sitt eða heima- svæði ókeypis. „Þetta gerum við til að símaskrár okkar á pappírsformi og á tölvutæku formi verði besti staðurinn til að fínna bæði símanúmer og netföng“ segir talsmaður sím- ans. Rétt er að taka ffam að um er að ræða símaskrá Sænska símafélagsins Telia en ekki íslensku símaskrána. 16 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.