Tölvumál - 01.03.1996, Page 19
Mars 1996
stöður innanlands og koma þeim
inn í Evrópuskrá um þjóðarkröfur
til upplýsingatækni, bæði á læsi-
legu og tölvutæku formi. Tilgang-
urinn var sá að setja skýrt og skipu-
lega frarn íslenskar sérkröfur í upp-
lýsingatækni og að gera upplýsing-
ar um þær aðgengilegar framleið-
endum og öðrum sem þurfa að vita
afþeim.
Á stofnfund mættu 23 fulltrúar
frá almennum notendum, stærri
notendum, netþjónustuaðilum,
hugbúnaðarframleiðendum og inn-
flytjendum. Stofnaðir voru 4
vinnuhópar: Um stafatöflur, gæsa-
lappir, umritun úr grísku og aðrar
þjóðlegar þarfir. Hjá Staðlaráði
hefur nefndin fengið gælunafnið
Peysufatanefhdin.
Nefndin þurfti sjálf að skil-
greina nánar hvaða upplýsingum
ætti að safna. Þegar tækninefndin
hóf störf var Evrópunefnd um
stafatækni langt komin með að
skilgreina uppbyggingu fyrr-
nefndrar Evrópuskrár um þjóð-
legar kröfur, í formi staðals, sem
síðar fékk auðkennið ENV 12005.
Uppbygging íslenska staðalsins
varð að vera í samræmi við þann
evrópska svo hægt yrði að skrá
niðurstöðurnar beint í Evrópu-
skrána. Nefiidin þurfti því að fylgj-
ast náið með vinnunni við Evrópu-
staðalinn.
Fljótlega varð ljóst hvaða atriði
yrði skylt að tilgreina í öllum færsl-
um Evrópuskrárinnar, en það eru
þau atriði sem hægt er að lýsa með
formlegum hætti í Posix stýrikerf-
um, með eins konar forriti. Þessi
atriði nefnast skylduatriði og eru:
1. Röðun tölu- og bókstafa.
2. Flokkun bókstafa.
3. Ritun talna.
4. Ritun fjárhæða.
5. Ritun dagsetninga og tíma.
6. Játun og neitun.
íslenska nefndin lagði því meg-
ináherslu á að safna áreiðanlegum
upplýsingum um þessi atriði.
Nokkur óánægja var að vísu með
þær takmarkanir sem Posix stað-
allinn setur um formlegar lýsingar
á þessum atriðum, en aðeins er
hægt að bæta úr því með lagfær-
ingum á sjálfum Posix staðlinum.
Endanleg flokkun óskyldu-
bundnu atriðanna, þ.e. atriða sem
einungis er hægt að lýsa með
óformlegum hætti, er þessi:
7. íslenskur tölvuorðaforði
8. Samval staðla
9. Stafróf og stafatöflur
10. Reglur um röðun
11. Umritanir
12. Eiginleikar bókstafa
13. Greinarmerki, sérstafir
14. Leturgerðir
15. Innnsláttur stafa
16. Mannanöfn
17. Beygingar
18. Orðskiptingar
19. Stafsetning
20. Mælingarkerfi
21. Fjárhæðir
22. Ritun dagsetn. og tíma
23. Kótar lands og tungu
24. Símanúmer
25. Utanáskriftir
26. Auðkenning lögpersóna
27. Tölvupóstföng
28. Númer bankareikninga
29. íslenskt hnappaborð
30. Samtal manns og vélar
31. Pappírssnið
Eins og sjá má koma sum atriði
bæði fyrir sem skyldubundin og
óskyldubundin og er ástæðan sú að
ekki er hægt að lýsa þeim fullkom-
lega með formlegum hætti og því
þarf að fara nánar út í þau með
óformlegum lýsingum. Dæmi um
þetta er ritun dagsetninga. Auk
skyldubundnu atriðanna var
ákveðið að taka nær eingöngu á
þeim óskyldubundnu atriðum sem
auðvelt væri að ná samstöðu um.
Umræður
nefndarinnar
Orð ritara grísku umritunar-
nefndarinnar geta vel átt við um
alla nefndavinnuna við forstaðal-
inn:
„Reglur þessar eru afrakstur af
dæmasöfhun, samanburði, vanga-
veltum, rökræðum, rifrildi, eftir-
gjöf og samkomulagi - og sá mikli
tími sem fór í að semja þær sýnir
e.t.v. best að þær voru ekki hristar
fram úr erminni."
í stuttu máli þá var stefna
nefndarinnar sú að skilgreina sjálf-
gildi staðalsins sem næst fomum
hefðum, en leyfa valkosti þegar
nauðsyn krefur og fresta allra erf-
iðustu málunum.
Auðvelt reyndist að lýsa ritun
talna og Ijárhæða, en eins og allir
vita þá nota Islendingar alltaf
kommu sem tugabrotsskila og
yfirleitt punkt sem þúsundaskila.
Mynttáknið er aftan við upphæðina
og bil á undan, en mínusmerkið rétt
fyrir framan upphæðina.
Mikil vinna fór hins vegar í að
skilgreina ritun dagsetninga og
tíma, enda er það flóknasta skyldu-
bundna atriði Evrópuskrárinnar. í
umræðumumgrein4.5, semfjallar
um formlegar lýsingar á hefð-
bundinni ffamsetningu dagsetninga
og tíma var tekist á um hver sjálf-
gildin ættu að vera, hvort nota ætti
skammstöfun eða skammnefni og
24 eða 12 stimda klukku. Grein
4.22 fjallar um dagsetningamál
sem ekki er hægt að lýsa í Posix.
Þar var tekist á um skiltákn við
ritun tíma, upphaf vinnuviku og
áratuga og tengslin við alþjóða-
staðal um ritun tíma.
Einnig var lögð mikil vinna í að
skilgreina stafróf og stafatöflur til
notkunar á íslandi, sem er grein 4.9
í staðlinum. Þó þessi grein sé ekki
skyldubundin í Evrópuskránni taldi
nefndin mjög mikilvægt að þessi
mál væru ótvíræð. Sérstakur
vinnuhópur kortlagði hvaða stafa-
töflur eru mest notaðar á íslandi
og ráðlagði Code Page 850 sem
aðaltöflu í MS-DOS umhverfi.
Löng umræða varð í öðrum vinnu-
hópi um hvað væri íslenska staf-
rófið. Hann komst að þeirri niður-
stöðu að ekki væri raunhæft að
óska eftir tölvubúnaði án ensku
stafanna C, Q, W og Z. Grunn-
krafa staðalsins er því sú að tölvu-
kerfi skuli ráða við íslenska staf-
Tölvumál - 19