Tölvumál - 01.03.1996, Síða 23

Tölvumál - 01.03.1996, Síða 23
Mars 1996 Skýrsla Orðanefndar Starfsemi orðanefndar hefur verið mjög íjörug síðastliðið ár. Nefndin hélt 37 fundi á árinu þar sem fjallað var um aðsent efni og efni úr stöðlum frá ISO. Nefndin hefur fengið til liðs við sig séríræð- inga í íjarskiptatækni, tengimiðlun (hypermedia) og gluggakerfum. I lok ágúst kom svo til liðs við nefndina Stefán Briem sem mun starfa með nefndinni sem ritstjóri á meðan verið er undirbúa þriðju útgáfu. Nefndarmenn eru mjög ánægðir með að hafa fengið Stefán sértil fulltingis. Sem fyrr hefur rit- stjóri aðsetur í Islenskri málstöð í Aragötu 9 og vil ég fyrir hönd orðanefndar og Skýrslutækni- félagsins þakka íslenskri málnefnd og Islenskri málstöð fyrir þá vel- vild sem orðanefndin hefur notið en hún hefur haldið fundi sína í Isl- enskri málstöð frá stofnun stöðv- arinnar. Snemma á árinu 1994 var sett á fót verkefnisnefnd sem var ætlað það hlutverk að undirbúa endur- skoðun Tölvuorðasafns frá 1986. í nefndinni eru Douglas Brotchie og Heimir Sigurðsson frá stjóm Skýrslutæknifélagsins og Sigrún Helgadóttir, formaður orðanefnd- ar. I maí 1994 sendi nefndin um- sókn til Menningarsjóðs um styrk til endurskoðunar Tölvuorðasafns en fékk synjun. Áður hafði for- maður orðanefndar leitað til menntamálaráðherra um styrk. Það erindi var sent í júní 1993 en endanlegt afsvar barst ekki fyrr en í maí 1994. Áður hafði íslensk málnefnd þó sent ráðuneytinu mjög jákvæða umsögn um verkefnið. Send var umsókn um styrk til Mál- ræktarsjóðs fyrir u.þ.b. ári. Sjóð- urinn veitti 1200 þús. til verksins. Einnig var sótt um styrk til Lýð- veldissjóðs og veitti hann styrk að upphæð 350 þús. krónur. Á vegum verkefnisstjórnar og stjórnar fél- agsins hefur verið safnað fé frá fyrirtækjum og stofnunum og mun ijáröflun halda áfram á þessu ári og næsta. Aftur verður sótt um styrki til Málræktarsjóðs og Lýð- veldissjóðs á þessu ári. Fyrir hönd orðanefndar vil ég þakka stjómar- mönnum fyrir vasklega ffamgöngu við fjáröflun. Við upphaf fjáröfl- unar voru í sjóði 500 þús. krónur sem er styrkur frá RUT-nefnd. Gerð hefur verið nákvæm áætlun um endurskoðun orðasalhs- ins sem er birt á öðrum stað í blaðinu. Á vegum verkefnisstjóm- ar er unnið að þvi að setja Tölvu- orðasafnið frá 1986 í það form að unnt sé að fletta upp í því á ein- faldan hátt í tölvu. Þeir sem styrkja verkefnið fá aðgang að því þannig. Einnig er verið að athuga mögu- leika á því að koma á ffamfæri á sama hátt viðbótum á nokkurra mánaða fresti. Sigrún Helgadóttir Skýrsla faghóps um greiningu og hönnun hugbúnaðarkerfa fyrir árið 1995 Á árinu vom haldnir tveir fund- ir á vegum faghópsins. Fyrirkomu- lag fundanna er þannig að faghóps- félögum er tilkynnt um fundina. Aðgangur að þeim er ókeypis og ekki þarf að tilkynna þátttöku. Fundimir voru gagnlegir þar sem framsöguerindi voru fróðleg og umræðan sem skapaðist á eftir framsöguerindi var lífleg. Þá stóð faghópurinn að undirbúningi hug- búnaðarráðstefnu Skýrslutæknifél- agsins. Atburðimir voru þessir: 19. janúar 1995: Notkun hlut- bundinna aðferða við greiningu og hönnun. Framsöguerindi: Heimir Þór Sverrisson, PlúsPlús hf. I panelumræðum var Ebba Þóra Hvannberg, Raunvísindastofnun Háskóla íslands auk Heimis. Fundarmenn voru 27. 1. mars 1995: Notkun hlut- bundinna aðferða við greiningu og hönnun. Framsöguerindi: Vil- hjálmur Þorsteinsson, íslenskri for- ritaþróun. Fundarmenn voru 11. 11. maí 1995. Hugbúnaðarráð- stefna. Gerð notendaskila og að- lögun kerfisþróunarlíkana. Sjávið- auka við skýrslu formanns. Laufey Asa Bjarna- dóttir Punktar... Óvenjulegt brúðkaup Þegar fréttir bárust af því að Victoria Vaughn hafði sagt já við Joseph Perling um tölv- una sína, stödd á öðrum stað en brúðguminn, þótti víst mörgum of langt gengið. Brúð- kaupið átti sér stað í Los An- geles og Holly wood en prest- urinn var einhverstaðar allt annars staðar. Einhverstaðar verður að draga mörkin eða hvað? Hvað er varið í að gifta sig þegar þátttakendur eru hver á sínum stað og styðja á hnapp. Ein- hver hélt því fram að það væri mikilvægast að horfa í augu brúðar sinnar og sjá glampann þegar hún segir já. Og hvað þá með brúðkaupsnóttina, er henni líka eytt á Netinu? Nýtt öryggiskerfi Ef þú skiptir um rakspíra eða ilmvatn kemstu ekki lengur inn. Því nú er verið að að hanna við Tufits Háskóla kerfi þar sem aðgangsöryggi er tryggt með lykt. Því hver maður hefur sina lykt einsog fingrafar. Tíu lyktarskynjarar eru tengdir tauganeti sem efltir að hafa einu sinni lært að þekkja lykt þína hleypir þér alltaf inn. Tölvumál - 23

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.