Tölvumál - 01.03.1996, Page 28

Tölvumál - 01.03.1996, Page 28
Mars 1996 Framtíðarsýn Pósts og síma Eftir Þór Jes Þórisson Inngangur Með fyrirsjáanlegum samruna síma, tölvu og sjónvarps opnast nýir möguleikar. Ný þjónusta verður til og eldri þjónusta batnar. Símaþjónustan er gott dæmi um þetta. I lok ágúst á síðasta ári voru allar símstöðvar orðnar stafrænar. Þetta þýðir að allar símstöðvar eru í dag tölvur og að ákveðnum áfanga í samruna síma og tölvu hefur verið náð. Breytingar sem gera þarf í símakerfmu hvort sem er að setja inn nýja notendur, nýja þjónustu eða hanna nýja þjónustu, eru gerðar frá einni eða fleiri tölvum. Hægt er með svokölluðu greindarkerfi, sem er hugbúnaðar- pakki, að skraddarasauma síma- þjónustu að þörfum viðskiptavinar. Dæmi um greindarþjónustu er t.d. alnúmer. Þá getur fyrirtæki haft aðeins eitt símanúmer, en símtölum í það númer er t.d. hægt að vísa til þess útibús sem er næst þeim sem hringir. Möguleiki viðskiptavina Pósts og síma að vera alltaf í sambandi og geta hringt hvert sem er og nán- ast hvaðan sem er, fer sífellt vax- andi. Gott dæmi um þetta eru far- símakerfm sem Póstur og sími rekur í dag. í GSM farsímakerfinu er væntanleg nýjung fyrir tölvu- notendur sem mun bjóða upp á að senda fax eða tölvupóst hvar sem GSM kerfið er fyrir hendi. Breiðbandsnet Pósts og síma er í örri uppbyggingu og prófanir á ATM tækninni eru hafnar. Með samruna breiðbandsnets Pósts og síma og ATM mun verða til fjar- skiptakerfi framtíðarinnar, sem ásamt þráðlausum ijarskiptakerf- um á borð við GSM munu gera notendum kleift að senda og taka við þeirri bandbreidd sem þeir þurfa í hvert sinn. Þráðlaus tölvufjar- skipti með GSM GSM kerfið vex mjög hratt og eru í dag um 10.000 notendur í kerfínu. Með sömu fjölgun má búast við að notendur í GSM kerf- inu verði komnir vel yfir 20.000 innan tveggja ára og verða þar með orðnir fleiri en NMT notendur eru nú. Verið er að prófa að nota GSM kerflð til að flytja allt að 9.600b/s gagnaflutning. Búist er við að þessi þjónusta verði boðin á þessu ári. Flutningsgeta er háð tegund far- síma. Sem dæmi má nefna að 9,6kb/s möguleikinn er fyrir hendi í sumum tegundum nýrri farsíma, en aðrir símar hafa kannski ekki nema 2,4kb/s flutningsgetu. Til þess að nýta sér þennan möguleika verður að kaupa PCMCIA kort sem tengir fartölvuna við farsím- ann. Von er á stærri gagnabrautum um GSM kerfið sennilega innan tveggja ára. Þá verður hægt að fá allt að 64kb/s flutningsgetu eða jafnvel meiri um kerfið með því að tengja saman fleiri en einn „tíma- glugga“ fyrir gagnaflutning. Þessi möguleiki mun gera notendum kleift að flytja stórar skrár á skömmum tíma. Einnig verður innan nokkurra ára mögulegt að setja upp sérstaka pakkanetsþjónustu á GSM kerfinu. Þetta mun þýða betri nýtingu á GSM rásum fyrir þá sem nýta sér þetta. Þessi þjónusta mun henta mjög vel fyrir t.d. stóra bílaflota sem þurfa að koma stuttum skila- boðum á milli sín eða milli sín og miðstöðvar svo sem leigubíla. Samfara þessu má búast við ýms- um sérútgáfum á GSM-farsímum, til þess að nýta alla möguleika kerfisins sem best. Meðal annarra nýjunga sem væntanlegar eru í GSM kerfinu er „Short Message Service“, SMS, en það gerir GSM notanda kleift að senda allt að 160bæt frá einum far- síma yfir í annan, með því að nota stafaborð GSM símans. Þessi þjónusta verður í boði seinna á þessu ári. Aðrar nýjungar, sem tæknilega verða fyrir hendi á næsta ári, enda þótt engin afstaða hafi verið tekin til þess að öðru leyti, eru lokaðir notendahópar í GSM og svæða- skipting í gjaldskrá fyrir GSM notendur. Einnig er fyrirsjánlegt að miðstöð GSM kerfísins geti verið notuð fyrir DECT síma í fram- tíðinni. Samnetið Samruni síma og tölvu er einnig greinilegur í Samnetinu, ISDN (In- tegrated Services Digital Net- work), þar eru talsími og gögn flutt eftir sama koparparinu á 144kb/s. Með Samnetinu opnast möguleiki fyrir gagnaflutning allt að 128kb/s, sem er nægjanlega bandbreið gagnabraut til að starfa í biðlara1 miðlara umhverfi, eða mjög góð Intemet tenging. Samnetið er þjónusta sem allir símnotendur geta nýtt sér með tíð 28 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.