Tölvumál - 01.07.2001, Síða 3

Tölvumál - 01.07.2001, Síða 3
Tímaril Skýrslutæknifélags íslands • E • F • N • 1 • Frumkvöðlasetrið J Eggert Þór Bernharðsson J Rafrænn heimsmarkaður með ebXML Q Stefán Jón Friðriksson •Net Glsu Rafn Ólafsson 13 Vinnsla persónuupplýsinga Guðbjörg Sigurðardóttir 15 UT-skólar og dreifinám 18 JÓNA PÁLSDÓTTIR Af CeBIT Einar H. Reynis 23 Er loftið hættulegra en vírinn? SlGURÐUR HJALTI KRISTJÁNSSON 27 Frá Orðanefnd SlGRÚN HELGADÓTTIR 30 Ráðstefnur og sýningar 36 ISSN-NÚMER: 1021-724X Efnið í blaðinu að þessu sinni kemur víða að og endurpeglar gróskuna sem er innan upplýsingatækninnar. Vert er að benda á grein sem fjallar um öryggismál í þráðlausum tölvunetum en að lokinni ráðstefnu félagsins um þau net létu margir í Ijós áhuga á frekari umfjöllun um það efni. Einnig er hér að finna grein um rafræn viðskipfi byggð á ebXML en XML tæknin hefur verið mjög í sviðsljós- inu og er að breiðast út á mörgum sviðum. Ef hægt er að tala um þráð í blaðinu er hann um mikilvægi staðla. Daglegt líf mótast meira og minna af þeim og koma við sögu á ólíklegustu stöðum. Einfalt atriði eins og þegar vagn er tengdur við bifreið með dráttarkúlu byggir á alþjóðlegum ISO staðli sem segir til um hvað þarf til að smíða kúluna og beislið svo þetta Ivennt geti mæst og unnið saman á snurðulausan hátt. Staðallinn er viðmið fram- leiðandanna og notendurnir ganga út frá því sem vísu að hægt sé að tengja undantekningarlaust allar bifreiðar við allar fegundir vagna, og finnst það sjálfsagt. Kjarni málsins er að leikreglurnar eru á hreinu þökk sé óháðum staðli og allir njóta góðs af en leiðin að settu marki getur verið þyrnum stráð. An staðla er glundroði. Staðall tekur tækni á tilteknu þroskastigi og frystir en iðnaðurinn fær fastan grunn til að byggja á og fram- leiðendur hafa sömu tækifæri til að hasla sér völl á viðkomandi sviði. Þegar um er að ræða tækni sem getur haft óteljandi margar sam- setningar er nauðsynlegt að byggt sé á traustum, skýrt skilgreindum grunni. Innan upplýsingatækninnar eru staðlar fyrirferðamiklir og eru afrakstur mikillar vinnu fólks um heim allan og sumt sem býr að baki á sér áratuga langa sögu. Helsf hefur verið að því fundið á þeim vettvangi að vinnan faki of langan tíma og nauðsynlegt væri að stytta hann en á móti kemur að það er hálfu verra ef tíminn sem er ætlaður í verkið reynist of knappur. Blátönn mætti flokka undir einkastaðal sem framleiðendahópur stendur að en tækninni er ætlað að gera marga flókna og ólíka hluti en hefur tafist og yfirlýstum markmiðum ekki náð og viðbrögðin eru eftir því. Voru aðstandendurnir of fljótir á sér? Neikvæð umræða gæti núna orðið tækninni til tjóns ef það eina sem upp á vantar er að full- vinna verkið án hörkulegrar athygli fjölmiðlanna og gefa þróuninni lengri tíma. Síðan eru dæmi þar sem klárlega er þörf á stöðlum. Þessu má sjá stað á Netinu þar sem möguleikarnir til að skoða hreyfimyndir geta byggt á ólíkri tækni. Hjá sumum er „staðall" eins framleiðanda tekinn fram fyrir aðra og tiltekinn áhorfendahópur þar með útilokaður. Fréttastofan CNN býður upp á þrjá kosti til að koma til móts við alla en það gefur augaleið að þegar svo er ástatt fylgir því óhagræði. Hér myndi alþjóðlegi staðallinn MPEG-4 einfalda stöðuná og tæknin verða jafn þjál eins þegar vagn er tengdur við bifreið. Einar H. Reynis Tölvumál 3

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar: 3. Tölublað (01.07.2001)
https://timarit.is/issue/182528

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

3. Tölublað (01.07.2001)

Gongd: