Tölvumál - 01.07.2001, Side 5
Frumkvöðlasetriö
Frumkvöðlasetrið
Eggert Þór Bernharðsson
Til að ná tilgangi sín-
um veitir Frumkvöðla-
setrið unga fólkinu að-
stöðu til að vinna að
hugmyndum sínum og
býr því umhverfi þar
sem það tekst á við
raunveruleg verkefni
Frumkvöðlasetrið ses. var formlega
stofnað 29. maí 2001 og hefur að-
setur í Þingholtsstræti 29A, þar sem
áður voru höfuðstöðvar Borgarbókasafns
Reykjavíkur. Setrið verður miðstöð fyrir
frumkvöðla og hugvitsfólk framtíðarinnar
en Frumkvöðlasetrið vill stuðla að nýrri
þekkingu og aukinni menntun í samfélag-
inu með því að hvetja ungt fólk á aldrinum
11 til 18 ára til dáða og rækta með því
frumkvöðlahugsun. Jafnframt vill Setrið
örva skapandi hugsun meðal barna og
unglinga almennt, miðla þekkingu til ung-
menna sem búa yfir frumkvæði og ýta
undir að framsæknar hugmyndir þeirra
öðlist brautargengi í samfélaginu og eigi
greiða leið inn í atvinnulífið. Til að ná til-
gangi sínum veitir Frumkvöðlasetrið unga
fólkinu aðstöðu til að vinna að hugmynd-
um sínum og býr því umhverfi þar sem
það tekst á við raunveruleg verkefni, setur
sig í spor atvinnurekenda, hefur aðgang að
nýjustu tækni og stofnar jafnvel ný fyrir-
tæki í framhaldi af hugmyndavinnunni eða
á samstarf við önnur nýsköpunarfyrirtæki.
Að jafnaði verða ungmennin sem taka
þátt í starfi Frumkvöðlasetursins 20-25
talsins í einu og verður stærstur hluti þátt-
takenda valinn af sérstakri nefnd á grund-
velli umsókna þar sem hugmyndum við-
komandi er lýst en jafnframt kemst tiltek-
inn fjöldi á Setrið eftir hugmyndasam-
keppnir, í samstarfi við grunnskóla og eftir
öðrum leiðum. Dvöl á Setrinu er þátttak-
endum að kostnaðarlausu. Eiginleikarnir
sem leitað er að hjá umsækjendum eru
frumleiki, frjótt ímyndunarafl, rökhugsun,
samskiptahæfni og áhugi á viðfangsefnum
Setursins. Áhersla verður lögð á að skerpa
framtíðarsýn þátttakendanna svo þeir geti
spáð fyrir um hugsanlega þróun og geri
sér mynd af því ástandi sem verður þegar
þeir sjálfir koma út í atvinnulífið.
Á Frumkvöðlasetrinu verður rík áhersla
lögð á aðlaðandi umhverfi og góðan að-
búnað enda er góð aðstaða einn lykilþátt-
urinn í öllu skapandi starfi. Á 1. hæð húss-
ins verður fullkomið tölvuver, tilrauna-
stofa, hljóðver og myndvinnsla auk eld-
húss og kaffistofu. Á 2. hæð verður mót-
taka, bókastofa, hugmyndasmiðja, upp-
tökuhorn fyrir sjónvarp og fjölnotasalur
sem jafnframt er stærsti salur hússins. Á 3.
hæð verður rúmgóður kennslusalur, setu-
stofa og skrifstofa Setursins. 1. hæðin er
hátæknisvæði og innréttuð í þeim anda, 2.
og 3. hæðin taka hins vegar mið af virðu-
legum aldri hússins og útliti og verða
hæðirnar hannaðar og búnar húsgögnum í
stíl við arkitektúr hússins. Unnið er að
breytingum innanhúss og annar undirbún-
ingur að starfsemi Frumkvöðlasetursins er
í fullum gangi. Stjórnarformaður Frum-
kvöðlasetursins er Guðjón Már Guðjóns-
son í OZ en hann er jafnframt hvatamað-
urinn að stofnun þess og á hugmyndina að
Setrinu.
Frumkvöðlasetrið mun starfa allt árið
en starfsár þess skiptist í þrjár annir,
haustönn (september-desember), vorönn
(janúar-maí) og sumarönn (júní-ágúst).
Fjöldi þátttakenda á önn getur verið
breytilegur eftir árstímum og eðli við-
fangsefna en þó er gert ráð fyrir að flestir
verði starfandi á sumarönn og vinnudagur
lengstur. Setrið er opið þátttakendum dag-
lega, á haustönn og vorönn eftir að hefð-
bundnum skóladegi lýkur en á sumarönn
er opið frá morgni til kvölds. Auk reglu-
bundinnar starfsemi á Setrinu munu hópar
þaðan fara í vettvangsferðir, heimsækja
nýsköpunarfyrirtæki og hitta þar lykil-
stjórnendur og starfsfólk. Fyrri hluta dags
á haustönn og vorönn verður Setrið opið
grunnskólanemendum sem koma í skipu-
lagðar heimsóknir til að fræðast um starf-
semina en jafnframt verður þeim boðið að
taka þátt í verkefninu „Fyrirtækið mitt“.
Við lok starfsárs fá þátttakendur braut-
skráningarskírteini þar sem fram kemur að
þeir hafi staðist þær kröfur sem gerðar eru
á Frumkvöðlasetrinu og lokið þeinr verk-
efnurn sem viðkomandi lögðu upp með.
Að sjálfsögðu er Frumkvöðlasetrið jafnt
ætlað fyrir stelpur sem stráka. Hins vegar
er það staðreynd að áhugi stráka á tölvu-
tengdum málurn er meiri en stúlkna. Því
verður sérstaklega leitað leiða til að vekja
Tölvumál
5