Tölvumál - 01.07.2001, Page 6
F r u m kvöð I a setr iÖ
Til að gefa sem flest-
um unglingum tæki-
færi til að kynnast
starfsemi Frumkvöðla-
setursins af eigin raun
hefur Setrið áhuga á
að bjóða öllum nem-
endum 9. bekkjar á
höfuðborgarsvæðinu í
heimsókn tvisvar á
skólaári
Aðsetur Frumkvöðlasetursins verður að Esjubergi við Þingholtsstræti.
áhuga stúlkna á starfsemi Setursins. Ekki
verður þó um kynjakvóta að ræða þegar
umsóknir eru metnar. En Frumkvöðlasetr-
ið er ekki einungis ætlað þeim ungmenn-
um sem valin verða í meginprógramm
þess heldur er því einnig ætlað að vera
þeim, sem ekki eru meðlimir, hvatning til
frumkvöðlahugsunar og verðugt markmið
til að stefna að. Það gerir Setrið meðal
annars með almennri kynningu, reglu-
bundnum sjónvarpsþætti og móttöku hópa.
Leiðbeinendur á Frumkvöðlasetrinu
koma úr ýmsum áttum en tiltekinn fasta-
hópur mun starfa við Frumkvöðlasetrið
allan ársins hring og hafa umsjón með
nemendum, verkefnum þeirra og fram-
vindu. Fjöldi gestaleiðbeinenda kemur
einnig að starfseminni, fólk af ólíkum
sviðum í samfélaginu en sérstök áhersla
verður lögð á þá sem eru í forystu nýsköp-
unar í íslensku athafnalífi. A Frumkvöðla-
setrinu verður lögð sérstök áhersla á mál-
efni sem lítið fer fyrir í almenna skóla-
kerfmu og beitt kennsluaðferðum sem
hlúa að framkvæmdagleði, sjálfstæði og
hugmyndaauðgi þátttakenda.
„Fyrirtækið mitt"
Til að gefa sem flestum unglingum tæki-
færi til að kynnast starfsemi Frumkvöðla-
setursins af eigin raun hefur Setrið áhuga
á að bjóða öllum nemendum 9. bekkjar á
höfuðborgarsvæðinu í heimsókn tvisvar á
skólaári, einu sinni á haustönn og einu
sinni á vorönn. Fjöldi skóla hefur nú þegar
þekkst boðið og áhugi skólastjórnenda á
þessari nýbreytni er mjög mikill. Tekið
verður á móti hópum fyrri hluta dags og
gert er ráð fyrir því að hver heimsókn taki
alls um þrjár kennslustundir. 1 þessari vett-
vangsheimsókn fá nemendur verkefnið
„Fyrirtækið mitt“ í hendur sem þeir vinna
síðan að á vefsvæði Frumkvöðlasetursins.
Verkefnið felst í því að nemandinn, sem
má vera hluti af litlum hópi, stofnar fyrir-
tæki í sýndaruinhverfi á vefsvæði Frum-
kvöðlasetursins. Fyrirtækið getur verið á
hvaða sviði atvinnulífsins sem er og tengst
öllum geirum mannlífsins. Hugmyndina
að fyrirtækinu þarf að þróa frá grunni og
þeir sem ná lengst ljúka ferlinu með því að
stofna sýndarfyrirtæki í samvinnu við
sýndarfjárfesta en mikilvægt er að nem-
andinn sannfæri fjárfesta um ágæti hug-
myndarinnar og fái þá til liðs við sig. Við
þróun hugmyndarinnar og kynningu á fyr-
irhuguðu fyrirtæki má nemandinn nota öll
hjálparmeðul sem tengjast Netinu og
áhersla er lögð á að efnið sé sett fram með
sem fjölbreyttustum hætti. Foreldrum er
frjálst að aðstoða börn sín og þeir geta
skráð sig hjá Frumkvöðlasetrinu til þess
6
Tölvumál