Tölvumál - 01.07.2001, Qupperneq 16
Persónuvernd
Vinnsla persónuupp-
lýsinga er óheimil
nema að eitthvert
þessara sjö skilyrða
eigi við.
aðili, eða þriðji maður eða aðilar sem
upplýsingum er miðlað til, geti gætt
lögmætra hagsmuna nema grundvallar-
réttindi og frelsi hins skráða sem
vernda ber samkvæmt lögum vegi
þyngra.
Vinnsla persónuupplýsinga er óheimil
nema að eitthvert þessara sjö skilyrða eigi
við. Sérstaklega er svo kveðið á um að raf-
ræn vöktun staðar þar sem takmarkaður
hópur fólks fer að jafnaði um er heimil sé
hennar sérstök þörf vegna eðlis þeirrar
starfsemi sem þar fer fram.
Hvenær er vinnsla viðkvæmra persónu-
upplýsinga heimil?
í 9. gr.2 laganna kemur fram að vinnsla
viðkvæmra persónuupplýsinga sé einungis
heimil ef eitthvert eftirfarandi skilyrða er
uppfyllt:
1. Hinn skráði samþykki vinnsluna.
2. Sérstök heimild standi til vinnslunnar
samkvæmt öðrum lögum.
3. Ábyrgðaraðila beri skylda til vinnsl-
unnar samkvæmt samningi aðila vinnu-
markaðarins.
4. Vinnslan sé nauðsynleg til að verja
verulega hagsmuni hins skráða eða
annars aðila sem ekki er sjálfur fær um
að gefa samþykki sitt skv. 1. tölul.
5. Vinnslan sé framkvæmd af samtökum
sem hafa stéttarfélagsleg markmið eða
af öðrum samtökum sem ekki starfa í
hagnaðarskyni, svo sem menningar-,
líknar-, félagsmála- eða hugsjónasam-
tökum, enda sé vinnslan liður í lög-
mætri starfsemi samtakanna og taki að-
eins til félagsmanna þeirra eða einstak-
linga sem samkvæmt markmiðum sam-
takanna eru, eða hafa verið, í reglu-
bundnum tengslum við þau; slíkum
persónuupplýsingum má þó ekki miðla
áfram án samþykkis hins skráða.
6. Vinnslan taki einungis til upplýsinga
sem hinn skráði hefur sjálfur gert opin-
berar.
7. Vinnslan sé nauðsynleg til að krafa
verði afmörkuð, sett fram eða varin
vegna dómsmáls eða annarra slíkra
laganauðsynja.
8. Vinnslan sé nauðsynleg vegna læknis-
meðferðar eða vegna venjubundinnar
stjórnsýslu á sviði heilbrigðisþjónustu,
enda sé hún framkvæmd af starfsmanni
heilbrigðisþjónustunnar sem bundinn er
þagnarskyldu.
9. Vinnslan sé nauðsynleg vegna tölfræði-
eða vísindarannsókna, enda sé persónu-
vernd tryggð með tilteknum ráðstöfun-
um eftir því sem við á.
Öll vinnsla viðkvæmra persónuupplýs-
inga sem fellur ekki undir ofangreindar
heimildir er óheimil nema með leyft Per-
sónuverndar.
Hvenær er vinnsla tilkynningaskyld?
Meginreglcm er sú að vinnsla almennra
persónuupplýsinga skv. 8. gi: laganna er
tilkynningaskyld. Undantekning frá til-
kynningarskyldunni er sú að Persónuvernd
getur ákveðið að viss vinnsla skv. 8. grein-
inni verði leyftsskyld eða að viss vinnsla
sé undanþegin tilkynningaskyldu. Per-
sónuvernd ákvað með reglum frá 15. janú-
ar 2001 að viss vinnsla almennra persónu-
upplýsinga skyldi vera undanþegin til-
kynningar- og leyftsskyldu.
Ekki þarf því að tilkynna um eða afla
leyfis fyrir vinnslu almennra persónuupp-
lýsinga sem;
1. Er eðlilegur þáttur í starfsemi viðkom-
andi aðila og tekur einungis til þeirra er
tengjast starfi hans eða verksviði, svo
sem viðskiptamanna, starfsmanna eða
félagsmanna.
3. Er ábyrgðaraðila nauðsynleg til efnda á
lagaskyldum.
4. Er ábyrgðaraðila nauðsynleg til efnda á
skyldum hans samkvæmt samningi við
hinn skráða eða samkvæmt samningi
aðila vinnumarkaðarins.
5. Aðeins felst í vinnslu persónuupplýs-
inga sem gerðar hafa verið og eru al-
menningi aðgengilegar, enda sé ekki
um að ræða vinnslu sem felst í því að
tengja upplýsingar saman og nota al-
mennt aðgengilegar upplýsingar með
öðrum persónuupplýsingum sem ekki
hafa verið gerðar aðgengilegar.
6. Telst til rafrænnar vöktunar, nema hún
sé að öllu leyti eða að hluta til stafræn
eða unnin þannig að með skjótvirkum
hætti megi finna í safni mynda/hljóða
upplýsingar um tilgreinda menn.
7. Er að öllu leyti handunnin.
Þessu til viðbótar má benda á að eftir-
farandi vinnsla fellur utan gildissviðs
16
Tblvumál