Tölvumál - 01.07.2001, Page 18

Tölvumál - 01.07.2001, Page 18
Menntun UT-skólar og dreifnóm Jóna Pólsdóttir Um er að ræða þrjá grunnskóla og þrjá framhaldsskóla sem eru þátttakendur í til- raunaverkefni á veg- um menntamálaráðu- neytisins Hugtakið dreifnám lýsir blöndu af stað- bundnu námi og fjarnámi Hvaða skólar eru UT-skólar og hvað eru þeir að gera? Hvað er dreif- nám? UT-skólarnir hafa í þrjú ár unnið mark- visst þróunarstarf í upplýsingatækni og undirbúið breytta kennsluhætti. Dreifnám er hluti af skólastarfínu því nemendur eiga þess kost að „mæta“ utan kennslustofunn- ar í nám sem byggir á notkun Netsins. Ný tækifæri til menntunar hafa opnast með aukinni notkun upplýsingatækni og Netsins í skólastarfi. Þar gegna þráðlaus staðamet í skólum mikilvægu hlutverki því þau breyta leiðum að upplýsingum og tilhögun náms. Skipulagðir gagnagrunnar með góðum leitarvélum, ásamt aukinni bandvídd, flýta fyrir markvissri upplýs- ingaöflun. Samstarf og símenntun kennara gerir þeim kleift að taka upp áður óþekkt kennslufyrirkomulag og dreifnám verður raunverulegur valkostur nemenda. UT-skólar UT-skólar eru þróunarskólar í upplýsinga- tækni. Um er að ræða þrjá grunnskóla og þrjá framhaldsskóla sem eru þátttakendur í tilraunaverkefni á vegum menntamála- ráðuneytisins með stuðningi sveitarfélaga og Landssímans. Skólarnir eru: • Arbæjarskóli, Barnaskólinn á Eyrar- bakka og Stokkseyri, Varmalandsskóli í Borgarfirði • Fjölbrautaskólinn við Ármúla, Fjöl- brautaskóli Suðurlands á Selfossi, Menntaskólinn á Akureyri. Hlutverk UTskóla er að vinna að þróun upplýsingatækni í skólastarfi. Áhersla er lögð á breytta náms- og kennsluhætti til að mæta kröfum samfélagsins. Skólarnir leit- ast við að miðla reynslu sinni og halda fjölbreytt námskeið á Netinu um notkun upplýsingatækni. Námskeiðin eru fjar- kennd og opin kennurum úr öllum skólum en auk þeirra á öflugt kynningarstarf sér stað á fundum og á Netinu (www.utskol- ar.is). Þekking og reynsla skólanna er einnig kynnt á UT ráðstefnum mennta- málaráðuneytisins sem haldnar eru í mars ár hvert. Dreifnám Hugtakið dreifnám lýsir blöndu af stað- bundnu námi og fjamámi. I því felst að hefðbundin stundatafla er brotin upp og nemendur eru ekki endilega á sama stað á sömu stundu samkvæmt fyrirfram ákveðnu skipulagi. Til dæmis má skipu- leggja verkefnavinnu með notkun Netsins og í stað skólastofu má tala um kennslu- rými þar sem nemendur stunda nám sitt. Dreifnám byggist að hluta til á staðbundn- um mætingum og að hluta til á fjarnámi. Ekkert er því til fyrirstöðu að stunda dreif- nám við fleiri en einn skóla samtímis. I því tilfelli gæti einn skóli verið heimahöfn nemanda. Með þessu fyrirkomulagi öðlast nemandinn fjölbreyttari valmöguleika og verður þar af leiðandi meðvitaðri og ábyrgari fyrir námsframvindu sinni. Dreif- skóli verður ekki til í einni svipan heldur er hér um þróun að ræða sem byggir á samverkan ólíkra þátta sem unnið verður að á næstu árum (sjá verkefnaáæltun menntamálaráðuneytisins www.menntagatt.is). Tilraunaverkefnið Síðan þróunarskólaverkefnið hófst fyrir þremur árum (1998) hefur vægi upplýs- ingatækni stóraukist og námsumhverfi breyst. Breytingarnar eru afgerandi í fram- haldsskólunum þremur í kjölfar fartölvu- væðingar og þráðlausra nettenginga. Leiðir til að vinna með efni á Neti þarf að prófa í tilraunastarfi áður en fullyrt er um gæði þeirra og hafa skólarnir verið að prófa sig áfram. Áhersla hefur verið lögð á að opna nýjar samskiptaleiðir svo nem- endur öðlist þjálfun til að taka þátt í upp- lýsinga- og þekkingarsamfélagi. Eitt af verkefnum komandi vetrar er tilraun með notkun smáskilaboða farsíma (SMS) og samskiptaforritsins iPulse við verkefna- vinnu nemenda. Breyttir kennsluhættir kalla á greiðan aðgang nemenda og kennara að Netinu jafnt í skólastofu sem utan hennar. Til að svo megi verða þarf handhægan endabún- að og þráðlaus net í skólana, sem og öfl- 18 Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.