Tölvumál - 01.07.2001, Qupperneq 19

Tölvumál - 01.07.2001, Qupperneq 19
Menntun Frá opnun fréttavefjar UTskóla hjá Mbt.is þann 23. febrúar 2001. F.v.: Jóna Pálsdóttir verkefnastjóri UTskóta, Björn Bjarnason menntamálaráðherra,Kristín og Kristín nemendur Arbæjarskóla. Fyrir aftan þær er nemandi úr skólanum sem nú er kominn í Fjölbrautaskólann við Armúla og skrifar fréttir þaðan. Til að svo megi verða þarf hartdhægan endabúnað og þráð- laus net í skólana, sem og öfluga teng- ingu við umheiminn uga tengingu við umheiminn. Gengið er út frá að nemendur geti hvenær sem er, hvar sem er, sótt og sent námsefni, verkefni og próf. Einnig að þeir geti unnið í hópum á Netinu þannig að virkni allra einstaklinga mælist hvort sem þeir eru í kennslustund eða utan hennar. Áhrif fartölvunnar í kennslu eru í stöðugri skoðun og endurmati. UT-skól- arnir gera árlega skýrslur um framgang og þróun verkefnisins. Þær eru meðal annars byggðar á skoðanakönnunum sem eru á www.utskolar.is. í lok síðasta skólaárs var auk þess gerð könnun meðal nemenda sem notuðu fartölvur í náminu og eru nið- urstöður birtar á vefjum skólanna. Hér á eftir fylgir brot af svörum nemenda í far- tölvubekk við Menntaskólann á Akureyri: Hver er helsti kostur þess að hafa fartölvu? • Auðvelt að nálgast upplýsingar • Námsaðferðirnar hafa breyst, við ger- um fjölbreyttari verkefni og kynnum þau/setjum þau fram á mismunandi vegu. Með tölvupóstinum er mikið flæði af upplýsingum á milli fartölvunemenda sem er gott því þá er fjölbreytni í hlut- unum • T.d. er mun skemmtilegra í skólanum, eins og þegar við erum í óvæntum eyð- um á rnilli tíma og það tekur því ekki að fara heim. • Maður getur unnið þegar manni hentar og það er aldrei neitt týnt • Þá getur rnaður unnið verkefni nánast hvar og hvenær sem er • Svo sparast aðeins pappír og við þurf- urn ekki að burðast með margar stíla- bækur. • Fljótlegra að vinna ýmis hópverkefni, sem verða þ.a.l. tæknilegri og flottari. • Maður getur skipulagt glósurnar sínar betur og lfka nántið Hver er helsti ókostur þess að hafa far- tölvu? • Maður fer dáldið að gera annað, í tím- um ... ekki gott! • Helst til margar freistingar á netinu sem hugurinn leitar til. • Pínu þung taska, og pínu lengi að ganga frá henni o.s.frv. • Maður á aldrei eftir að sætta sig við pappír og penna héðan af • ALLTOF lítið af innstungum! Snúru- llóð sem tekur of mikinn tíma að vinna úr í hverjum tíma. • Stundum fara heimasíðuverkefnin að hlaðast upp. • Ekki neinn að ég viti Tölvumál 19

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.